Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 67
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 1951 185 andi ráðuneyti Queuilles. Ráðuneyti þetta tók við stjórn 9. marz síðastl., er Pleven varð að fara frá eftir að frumvarp um breytingu á kosningalögunum hafði verið fellt. I stefnuskráryfirlýsingu Queuilles var farið mjög loðnum orðum um breyt- ingu á kosningalögunum, en þó var það ljóst, að stjórnin mundi ekki þora að leggja út í kosningar fyrr en þeim lögum hefði verið breytt. Þær breytingar, sem verið er að gera á kosningalögum Frakklands til að hefta framgang kommúnista, eru í stuttu máli þær, að kjósa skal í tveimur lotum í Iiverju kjördæmi, ef enginn einn flokkur eða listabandalag fær algeran meiri hluta í kjördæminu. Fái einhver flokkur eða listabandalag algeran meirihluta fær hann •öll þingsæti kjördæmisins. I annarri kosningalotu má breyta um listabandalag og bæta við það nýjum flokkum til að tryggja sér algeran meirihluta. En listabanda- lagið er gert leynilega, er aðeins skráð hjá lögreglustjóra kjördæmisins, svo að kjósendur vita ekki, hvaða flokki þeir eru að koma til valda. Kosning í frönsku kjördæmi mundi geta farið á þessa leið: Fjórir flokkar hafa menn í framboði, .kommúnistaflokkurinn, flokkur de Gaulles, kaþólski flokkurinn og sósíaldemókrat- ar. Gerum ráð fyrir, að þrír hinir síðastnefndu flokkar mundu hafa með sér lista- bandalag gegn kommúnistum, en byðu fram sérstaka flokkslista og kjósendur >mundu kjósa hver sinn flokk. Urslitin gætu orðið á þessa lund: Kommúnistaflokkurinn ................... 185.000 atkv. Flokkur de Gaulle ..................... 120.000 — Kaþólski flokkurinn .................... 74.000 — Sósíaldemókratar ........................ 47.000 — Þegar farið væri að útbýta þingsætum þessa kjördæmis mundu skiptin verða á þessa leið: Kommúnistaflokkurinn — stærsti flokkur kjördæmisins — engan full- trúa, flokkur de Gaulles 5, kaþólski flokkurinn 3, og sósíaldemókratar 1. Það er með öðrum orðum fræðilegur möguleiki á, að fasistaflokkur de Gaulles geti náð algerum meirihluta á þingi, þótt hann hefði ekki nema um 25% kjósenda að baki sér. Með slíkum ráðstöfunum er vegurinn ruddur fyrir de Gaulle og fasista hans til æðstu valda á Frakklandi, auk þess sem flokkspólitískri spillingu og baktjalda- makki er búin slík gróðurhússtilvera, að dæmalaust er, jafnvel í hinni flekkóttu sögu borgaralegs þjóðfélags á Frakklandi. Þegar þessi orð eru rituð, er kosningalagafrumvarp frönsku stjórnarinnar að vísu enn ekki komið heilt í höfn. Engin frönsk ríkisstjóm, sem samkvæmishæfir flokkar standa að, þolir fall þessa frumvarps, og þá er ekki annað fyrir dyrum en allsherjarkosningar á grundvelli hlutfalls. Það stendur aðeins á einni atkvæða- greiðslu í neðri deild franska þingsins um kosningalagafumvarpið. Verði fmm- varpið fellt má búast við miklum þáttaskiptum í stjórnmálum Frakklands, vold- ugri vinstrihreyfingu í hinni fomu háborg vestræns lýðræðis. En verði fmmvarpið samþykkt mun það verða upphaf að nýjum þætti fasistaeinræðis í Vestur-Evrópu. En þegjandi og hljóðalaust mun hinn „löglegi" fasismi hinna nýju kosningalaga ekki fá hreiðrað um sig á Frakklandi — það eitt er víst.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.