Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 68
186
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Eldsumbrot á Spáni
I 12 löng ár hefur einhver dáðrakkasta þjóð Evrópu, spanska þjóðin, borið
þjáningar sínar í hljóði, stolt og þrjózkufull. Tólf ár eru liðin síðan Vesturveldin,
Bretland og Frakkland, sviku hana særða og sigraða í hendur böðlum sínum. Á
þessum 12 árum gerðust mikil tíðindi í heiminum: heil heimsstyrjöld var á enda
kljáð, byltingar urðu í fjölmennustu þjóðlöndum, en spanska þjóðin sat um kyrrt
og bærði ekki á sér. Húsbændur Francós, Hitler og Mússólíni, dóu báðir eins og
hundar að loknum glæpaferli sínum, en hinn spanski kjölturakki þeirra lifði af
öll mótmæli hins siðaða heims. Loks skildu fulltrúar vestrænnar menningar, að
þessi langlífi blóðhundur mundi geta orðið liðtækur bandamaður vestræns lýð-
ræðis. Hann var tekinn úr banni Sameinuðu þjóðanna, Vesturveldin og fylgitungl
þeirra tóku upp aftur stjómmálasamhand við hann, og Utflutnings- og Innflutn-
ingsbankinn dældi í hann 12 milljónum dollara. En þegar ætla mátti að þessi góð-
vinur páfans og riddari vestrænnar siðmenningar sæti grónari í söðlinum en flestir
aðrir samtíðarmenn hans, bárust þær furðufregnir um heiminn, þrátt fyrir vatns-
þétta ritvörzlu, að allsherjarverkfall hefði brostið á í Barcelónu, hinn 12. marz
síðastl. Þessi tíðindi gerðust nokkru eftir að íbúar borgarinnar höfðu neytt stjóm-
ina til þess að lækka aftur sporvagnsgjöld með því að láta alla sporvagna hinnar
katalónsku höfuðborgar ganga tóma. Verkfallið breiddist út um allan Norður-
Sp’án og um hálf milljón manna mun hafa tekið þátt í því. Stórar kröfugöngur
voru farnar um götur Barcelónu fyrir framan augun á lögreglu og her Francós,
gráum fyrir járnum. Stjórnin varð að senda lögreglu og her alla leið sunnan frá
Madríd til þess að bæla niður uppþotin, þúsundir verkamanna voru handteknir,
en svo var þungi alþýðuhreyfingarinnar mikill, að stjórnin sá sér þann kost vænst-
an að sleppa þeim aftur úr haldi. Þótt kyrrð kæmist aftur á um stund, þá ólgaði
þó víða undir, og í lok aprílmánaðar gusu verkföll upp á nýjan leik, en stúdenta-
uppþotin eru ósvikinn vottur þess, að hér er um hreyfingu að ræða, sem nær langt
inn í smáborgarastéttina. Eftir 12 ára harðstjórn og óstjórn Francós er Spánn
staddur í atvinnulegri og pólitískri kreppu, sem ekki verður leyst nema á einn
veg: uppreisn gegn Francó og afnámi þess stjórnarfars, sem hann hefur komið á.
Fáir viðburðir hafa vakið slíkan fögnuð meðal alþýðu og frjálslyndra manna um
heim allan sem allsherjarverkfallið í Barcelónu. Verkfallið var skýrasti votturinn
um þann undramátt, sem býr með spanskri alþýðu, er hún fékk brotið af sér
hlekki fasismans, þótt ekki væri nema stutta stund. Fleiri slíkir viðburðir munu
á eftir fara. Það var einnig ljóst af öllu handbragði uppreisnarinnar, að skipulögð
samtök stóðu að baki henni. Francóstjórnin var auðvitað ekki sein á sér að feðra
þessa fyrstu stóruppreisn, sem um getur í sögu hins spanska fasisma. Svo sem
vænta mátti var kommúnistum um kennt. Meiri heiður verður kommúnistaflokkn-
um spanska ekki sýndur. En við nánari athugun er það ljóst, að uppreisnarhreyf-
ingin gegn Francó er svo víðtæk, að hún verður ekki kennd við einn flokk. Alls-
herjarverkfallið í Barcelónu er aðeins fyrsti stormaboðinn í landi, sem bíður bylt-
ingarinnar í ofvæni. Á Spáni eru 17000 stórjarðeigendur, sem eiga tvisvar sinnum