Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 70
188 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR menningsálit alls heimsins á móti sér, og stjórnir þeirra ríkja, sem eru Ameríku annars svo fylgispök, verða aS láta undan þessu almenningsáliti. Þegar Truman forseti birti frávikningu MacArthurs þann 11. aprfl, þá var það fyrsti stóri sigur- inn, sem Evrópa hafSi unniS í viSskiptum sínum viS stórveldiS í Vesturálfu. í tilkynningu sinni sagSi Truman, að MacArthur hafi ekki séS sér fært aS fylgja stefnu Bandaríkjanna og SameinuSu þjóðanna í Kóreu og hafi brotið þá skipun, sem honum hefði verið gefin í desember, að hann mætti ekki láta hafa eftir sér nein þau ummæli, er utanríkis- og hermálaráðuneytið hefði ekki áður samþykkt. En í útvarpsræðu næsta dag lét Truman svo um mælt, að „foringja- skiptin í Austurlöndum hafi ekki í för með sér neinar breytingar á stefnu Banda- ríkjanna". Það lítur því ekki út fyrir, að Bandaríkjastjórn ætli að leita friðsam- legrar lausnar á Kóreustríðinu. Þegar athuguð eru orð og ummæli Bandaríkja- stjórnar þessa aprfldaga, þá verSur ekki annaS séð en að hún hafi verið á sama máli og hershöfðingi hennar. En hún neyddist til að fóma honum þegar út leit fyrir, að vinslit mundu verða með Bandaríkjunum og hinum pólitísku fylgiríkjum þeirra. Þrátt fyrir þetta verður frávikning MacArthurs að teljast mikill sigur fyrir friðaröflin um gervallan heim. Klofningur í brezka Verkamannaflokknum í síðasta Annál erlendra tíðinda birtist grein eftir einn af helztu fræðimönnum Verkamannaflokksins, Cole prófessor, og vom skoðanir hans þá túlkaðar á þá lund, að Verkamannaflokkurinn væri haldinn slíkum þverbrestum, að til klofnings mundi draga. Þetta er nú þegar komið fram. Einn af skeleggustu leiðtogum flokksins, Aneurin Bevan, verkamálaráðherra, hefur sagt af sér ráðherraembætti og gert grein fyrir því í ræðu í neðri málstofunni, þar sem hann veittist mjög harðlega að stefnu stjórnarinnar. í lausnarbeiðni sinni kemst Bevan svo að orði um fjárlagafrumvarp stjómarinnar: „Það er rangt vegna þess, að það grundvallast á svo miklum hem- aðarútgjöldum á næsta ári, að það er blátt áfram ekki hægt að framkvæma það nema með taumlausri eyðslusemi. Það er rangt vegna þess, að það telur hækkað vöruverð vera meðal til að skera niður þarfir almennings og mun því valda alvar- legum truflunum í iðnaðinum. Það er rangt vegna þess, að það er upphaf á þeim niðurskurði félagslegra útgjalda, sem sósíaldemókratar hafa verið sérstaklega stoltir af, og veittu Stóra-Bretlandi siðferðilega fomstu í heiminum." Hinar geysilegu fjámpphæðir, sem brezka Verkamannastjómin áætlar til hem- aðarþarfa næstu 4 ár — nærri 5 milljarðar £ — munu gera að engu þá félags- málalöggjöf, sem er eina innihaldið í því fyrirbrigði, er venjulega kallast „brezk- ur sósíalismi". Verkamannastjómin hefur lagt þennan stríðsskatt á þjóðina eftir beinni skipun frá Washington og hefur fyrir þá sök spilað svo af sér, að allar lík- ur em til, að Verkamannaflokkurinn missi völdin í næstu kosningum og verði að afhenda þau íhaldsflokknum. Liðhlaup Bevans er aðeins fyrsta merki þeirrar upplausnar, er nú breiðist út í Verkamannaflokknum.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.