Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 71
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 1951
189
Olíumólin í íran
I lok aprílmánaðar undirskrifaði íranskonungur lög um þjóðnýtingu olíuvinnsl-
unnar í Iran. Þótt reynslan eigi eítir að skera úr því, hvað þessi þjóðnýting felur
í sér, þá dylst engum, að með lögum þessum urðu þáttaskil í sögu brezka heims-
veldisins, en þó einkum í sögu hins brezka olíuveldis. Hið mikla brezka olíufélag,
Anglo Persian Oil Co. var eitt af máttarstólpum Bretaveldis í Vestur-Asíu og þjóð-
nýting eigna þess í íran bætir einum naglanum enn í líkkistu heimsveldisins.
Iran — Persía fomaldarinnar — var um aldamótin síðustu í tölu þeirra landa,
sem kölluð voru „áhrifasvæði". Það var hvorki sjálfstætt né nýlenda í þjóðréttar-
legum skilningi. En stórveldin eignuðu sér „áhrif“ í landinu. í norðurhlutum ír-
ans seildist rússneska keisarastjómin til áhrifa, en suðurhémð landsins lágu við
sjálfa þjóðbraut hins brezka heimsveldis milli móðurlands og Indlands.
Um aldamótin síðustu fékk brezkur þegn, Ástralíumaðurinn Knox d’Arcy,
einkarétt til olíuvinnslu í suðurhéruðum Persíu. Leyfið var veitt til 60 ára gegn
40 þúsund £ fúlgu út í hönd og 16% greiðslu af nettóágóða í framtíðinni. Árið
1903 stofnaði hann fyrsta olíuvinnslufélagið í Iran með 600.000 £ höfuðstól. Um
þetta leyti tók Þýzkaland að líta íran ágirndaraugum og þegar það réðst í hið
mikla fyrirtæki að byggja járnbrautina frá Berlín til Bagdad, tókust sættir með
hinum fornu fjendum og keppinautum, Bretlandi og Rússlandi, og árið 1907
skiptu þau Persíu á milli sín í áhrifasvæði. Hlaut Rússland norðurhémðin að
„áhrifasvæði", en Bretland suðurhémðin. Undir þessum suðurhémðum lágu fald-
ar einhverjar mestu olíulindir í heimi.
Á næstu árum varð mönnum ljóst, að olían mundi eiga eftir að verða einn mik-
ilvægasti orkugjafi í rekstri hafskipa. Árið 1908 stofnar Knox d’Arcy hið fræga
olíufélag Anglo Persian Oil Co. Sex árum síðar lét flotamálaráðherra Bretlands,
Winston Churchill, enska ríkið kaupa meirihluta verðbréfanna í olíufélaginu fyrir
2.200.000 £. Slík kjarakaup hafði Bretland ekki gert síðan 1876, er Disraeli keypti
hlutabréf Súezskúrðarins fyrir 4 milljónir £. Hvortveggja kaupin báru kaupendum
sínum vitni um pólitíska snilligáfu.
Síðan þetta var hefur Bretland haldið fast um þessa dýrmætu eign sína og fært
út veldi sitt í fran, unz það hafði þar einkaleyfi á svæði á stærð við ísland —
hundrað þúsund ferkm. Á ári hverju eru unnin þar um 30 milljón tonn af hráolíu.
Á árunum 1905—1932 höfðu Bretar haft í hreinan ágóða af sölu íranskrar olíu
171 milljón £, en á sama tíma höfðu aðeins 11 milljón £ mnnið til íransstjórnar.
Árið 1933 var nýr olíusamningur gerður milli Bretlands og íransstjórnar. Skyldi
samningur þessi vera í gildi til ársins 1993. Samningur þessi var gerður meðan
brezk herskip sigldu um Persaflóa, og ráðherrann Taqizadeh, er undirritaði samn-
inginn, sagði íranska þinginu í janúar 1949, að hann hafi „ekki átt á öðru völ“.
íranska stjómin var alla stund mjög óánægð með þennan nauðungarsamning, og
samdist þá með henni og Bretlandi um „samningsviðbót“ er veitti íran nokkm
meiri hlutdeild í gróðanum. En þegar til átti að taka neitaði íranska þingið að
samþykkja þessa „viðbót“ og í aprílmánuði þ. á. samþykktu báðar þingdeildir að