Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 76
194 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ásmundur Sveinsson: HelreiSin hana heim. Síðan hefur hún legið hér í pakkhúsi á hafnarbakkanum og er þó al- veg tilbúin til að setja hana upp til að prýða einhvern húsvegg í hænum. Það reyndist ókleift, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fá hana á svokallaða Reykjavík- ur-sýningu, sem haldin var hér um árið, svo að almenningi gæfist þó kostur á að sjá hana. Ríkissafnið mun eiga nokkrar myndir eftir Sigurjón, sem væntanlega verða til sýnis á Listasafninu þegar þar að kemur. En ekkert af listaverkum hans prýða þó götur, garða eða torg höfuðstaðarins — ennþá. Ásmundur varð að eyða þremur árum af dýrmætum starfstíma, eins og illræmt er orðið, til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Húsið er að vísu listaverk og í fullu samræmi við stíl þann, sem hann hefur tileinkað sér í höggmyndalist. Og nú, þegar hann hefur dreift myndum sínum um garðinn umhverfis húsið, þá er hvort- tveggja til hins mesta augnayndis fyrir þá sem fram hjá ganga. Ég vænti þess, að menn liafi veitt því eftirtekt, hversu fagurlega myndir hans bera við Bláfjöllin stundum þegar gengið er inn eftir Sigtúni. Ég gat þess áður, að íslendinga skorti áhuga fyrir höggmyndum. Þó brá svo við ekki alls fyrir löngu, að einhver fítonsandi greip nokkra ágætismenn, ágæta á sínum sviðum, en sem ekki var vitað um að hefðu hinn minnsta áhuga, vit né þekkingu á höggmyndum. Áhugi þeirra varð því algjörlega neikvæður. Hér í

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.