Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 78
UMSAGNIR UM BÆKUR v Ágúst H. Bjarnason: Saga mannsandans III. Hellas. HlaSbúð 1950. Prófessor Agúst H. Bjamason hefur sent frá sér Hellas, 3. bindið af Sögu mannsandans. Er þar mörgu aukið við og frásögnin víða fyllri en var í 1. út- gáfu, enda er bókin miklu stærri. Af auðsæjustu breytingunum má nefna þær, að bætt er við tímatali yfir sögu Grikkja, en safn ágætra mynda sett aft- an við lesmálið og er víða til þeirra vitn- að. í stað litla uppdráttarins í 1. útgáfu er nú komið stórt landabréf, sem sýnir hellenska ríkið allt. Þá er 1. kafli bókar- innar að mestu nýr. Hefur höf. notfært sér niðurstöður rannsókna á Kríteyjar- menningu svokallaðri, sem gerðar vom á þessari öld og mikla þýðingu hafa fyr- ir skilning okkar á þróun grískrar menn- ingar. Flestir aðrir kaflar bókarinnar eru breyttir, þó að stundum sé ekki um annað að ræða en nákvæmari og fágaðri frásagnarhátt. Á þetta t. d. við bæði um kaflann um Platon og Aristoteles. Yfir- litið yfir rökfræði Aristoteless er orðið gleggra, skilningur höf. á henni ljósari en í útgáfunni frá 1910, enda hefur pró- fessorinn kennt rökfræði hálfan fjórða tug ára, síðan hann ritaði 1. útg. Af orðabreytingum, sem greinilega eru til bóta, má nefna hina nýju þýðingu á kategorí: kennimark í stað sagnmarks í 1. útg. Þó þýðir höfundur contradicto- risk: gagnstætt, en betra væri að segja gagnkvætt, og svo gerir Símon í Rök- fræði. Gagnstætt og andstætt sýna eng- an greinilegan merkingarmun í ís- lenzku, svo sem vera þyrfti til að þýða með þeim contradictorisk og kontrar. Síðasta kafla 1. útg., Nýplatónskunni, er sleppt. Ætlar höf. sér að fjalla um hana í IV. bindi, sem hann semur um rómverska menningu, þróun hennar og áhrif. Kaflinn Platóningar hinir yngri er aftur á móti — lítið breyttur — í síð- ari útgáfunni, en fallið hefur niður að geta hans í efnisskrá. Loks hefur bætzt við nýr kafli, Arfleifð forngrikkja, og eru það niðurlagsorð. Hefur höfundur séð það réttilega að bókinni þurfti að ljúka með heildarmynd af áhrifum hell- enskrar menningar, en allt um það er kaflinn með veikustu þáttum bókarinn- ar. „Hellas" er yfirlitsrit. Viðfangsefni höfundar er það að rekja í stórum drátt- um þróun grískrar menningar, lýsa af- rekum hennar og hnignun. Auðvitað neyðir takmarkað rúm hann oft til þess að fara fljótt yfir sögu, en lesandann má þó furða á því, hve víða hann fær við komið og hve miklu efni honum tekst að þjappa saman í bókina. Annað mál er það, að lesandi, sem kunnugur er efn- inu frá öðrum ritum, kann margs að sakna. Hjá því verður varla sneitt. Og

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.