Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 82
200 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gríska annað en hugspeki, speculation? Hvað er rökfræði Aristóteless, Kants og Hegels annað en hugspeki, lögmál, sem hugspekin uppgötvar í sjálfri sér? Er Jiað ekki einn merkilegasti áfangi í sögu mannsandans og jafnframt einn stærsti sigur hugspekinnar, þegar Kant auðnast að skilja, að skynheimur og „Ding an sich“ falli saman í hugsun, sem skilur sjálfa sig? Auðvitað hefur hugspekin farið sín gönuskeið, en raun- hyggjan engu síður. Hvorug er líkleg til að sigrast á hinni. Báðar eru nauðsyn- legir þættir heimspekinnar, bæði fyrr og nú. Hugspeki Platbns er hátindur grískrar menningar. Hér er ekki um að ræða „villu“ eða „klafa“, heldur óvið- jafnanlegt afrek mannsandans. Við verðum fyrst og fremst að meta hana samkvæmt stöðu hennar og þýðingu innan hellenskrar menningar, en megum ekki láta vafasama framþróunarhug- mynd blinda okkur J)annig, að við met- um hana aðeins sem undirbúningsstig að heimspeki síðari alda. Að vissu marki viðurkennir höfundur þetta, þó að stundum gæti ósamkvæmni í dómum hans. Grein hans um Platon, hugspekinginn mikla, er lengsti og efnis- mesti kafli bókarinnar. Hann rennur að nokkru leyti saman við kaflann um Sókrates, því að ritum Platons eigum við þekkingu okkar á Sókrates að þakka. Dregur höf. upp mjög skýra mynd af hinum mikla siðspekingi. Finnst honum að vonum mjög til um dauða Sókratess: — „Þennan mann deyddu þeir samland- ar hans, sumpart af hatri og illgimi, en sumpart af heimsku og skammsýni.“ Strangur dómur. Aðdáendur Sókratess drógu mynd þá, er við sjáum af honum. Frá andstæðingum hans þekkjum við aðeins eina umsögn um hann: dauða- dóminn. En ef við skoðum kenningu spekingsins nákvæmlega, verðum við þá ekki að játa, að hann boðaði nýjan guð? (Smbr. t. d. Evþýfrón, Hellas bls. 215.) Hann kippti grunninum undan arftekinni vizku, afhjúpaði hræsni sam- tíðarinnar, studdi sannleikann til kon- ungdóms. Ilefur þetta ekki verið dauða- sök á öllum tímum og er enn í dag? Sókrates er ekki merkilegur vegna þess, að hann lét lífið fyrir skoðanir sínar; það voru og eru menn alltaf að gera. Frægð hans hvílir á því, að skoðanirnar lifðu dauða hans. Slík hamingja ei fæstum léð. Idea — frummynd, almennt og algilt hugtak, hugsjón, það er uppistaða og ívaf platonsku heimspekinnar. Hún er fyrst og fremst leit að traustum grund- velli fyrir skilning okkar á hinni sí- breytilegu, skynjanlegu tilveru. Höf. talar um frummyndir eingöngu, en það orð nær ekki allri merkingunni, hittir aðeins einn þátt þess, sem Platon á við. „Ideur“ Platons hafa þrenns konar merkingu og hlutverk, og við þyrftum líklega að nota þrjú mismunandi hug- tök yfir þær á íslenzku, ef við vildum skýra ideologíu hans rétt. Með þessari kenningu nær Platon hæst í heimspeki sinni og leggur á ýmsan hátt grunninn að heimspeki síðari tíma. I mörgum nýjustu heimspekikenningum rís ideó- logía hans upp á ný, þó að hugtökin séu nú orðin ljósari og skarpar greind. Próf. Ágúst reynir að draga upp mynd af þessum stórkostlega hugsuði með því að kynna flest rit hans í stuttu ágripi. Þessi aðferð er auðveld, en henni fylgir sá galli, að í þessum 20 stuttu ágripum missir kenningin heildarblæ sinn. Við fáum mola, oft ærið ósamstæða. Hina dýpri, skýrandi túlkun vantar. í slíkum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.