Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 83
UMSAGNIR UM BÆKUR 201 frásagnarhætti nýtur kenningin sín ekki ■vel. Þeir, sem einungis þekkja Platon af þessu riti, mega undrast, hvemig hann hafi áunnið sér ódauðlega frægð sem heimspekingur. Höfundur getur þess að engu, að ídeur Platons urðu sá klettur, sem upplausnarstefna (relativ- ismus) sófistanna brotnaði á, né heldur hins, að Sókrates og Platon skópu nýjan hugsanastíl, andstæðan rhetorik sófist- anna: díalektikina. Miklu betur tekst höfundi að draga upp heildarmynd af heimspeki Aristo- teless, enda er hún ekki jafn torræð og hin platonska. Þungamiðja hennar er rökfræðin. Á allan hátt var Aristoteles xaunsærri hugsuður en Platon og því auðveldara að lýsa kenningum hans í stuttu. máli. Tengslin við kaflann um Platon verða ljós og eðlileg, því að höf. lýsir í ágripi gagnrýni Aristóteless á heimspeki Platons. Finnst mér höf. hafa tekizt bezt með kaflann um Aristóteles. Þó að hér hafi verið nefnd dæmi um nokkrar misfellur, ber fleira í bókinni vott hinni mestu vandvirkni höfundar. Hin rólega, öfgalausa frásögn hans, rétt- læti hans og frjálslyndi í skoðunum gera honum fært að skilja hinar ólík- ustu stefnur. E. t. v. hættir honum um ■of til þess að álíta viðfangsefnið auð- veldara en það er. En enginn getur lesið Sögu mannsandans svo, að ekki losni um kreddur hans, skilningur hans opnist fyrir nýjum hugmyndum og honum verði ljóst, að hann er sjálfur kvaddur til liðs við þá fylkingu, sem berst gegn vanþekkingu og þröngsýni fyrir aukinni þekkingu og frelsi. Fyrir sinn þátt í þessu verki á höfund- ur óskoraða þökk. Matthías Jónasson. Jón Björnsson: Dagur fagur prýðir veröld aUa. Skáldsaga. Bókaútgájan Norðri 1950. Jón Björnsson hefur sent frá sér ekki færri en 9 skáldsögur síðan 1942, fjórar drengjasögur og fimm handa fullorðn- um. Sjö þessara sagna frumsamdi höf- undur á dönsku, en hefur nú snúið þeim á íslenzku. Það verður ekki öllu lengur komizt hjá að benda höfundi á nokkra annmarka á þessari framleiðslu sinni, ef verða mætti til þess, að næsta bók hans hlyti harðari gagnrýni hjá honum sjálfum, áður en hann sendir hana frá sér. Þess er þó ekki kostur að sinni að taka allar sögur þessa afkastamikla höf- undar til athugunar, heldur verður lát- ið nægja að minnast nokkrum orðum á síðustu bók hans, Dagur fagur prýðir veröld alla. Saga þessi fjallar líkt og Heiður ætt- arinnar um togstreituna milli gamla og nýja tímans, milli afturhalds og fram- sóknar, milli föður og sonar. Auk þess á hún einnig að fjalla um flutningana úr sveit að sjó. Það er strax galli á samsetningu þess- arar bókar, að ruglað er atburðarás bak- sviðsins. Sagan virðist eiga að hefjast nokkru eftir lok heimstyrjaldarinnar 1914—1918 og ná fram á styrjaldarárin 1939—1945. Samt er annar þátturinn í framfarabrölti Þórodds sala fossaafls til virkjunar, og eru kaupendur erlendir. Hann talar um það sem metnaðarmál sitt, að fossavirkjanir verði fyrst hafnar í sveitinni hans. Jónu er þetta algjör nýjung, sbr. bls. 165. Fyrstu virkjunar- réttindin voru leigð 1897, og fossamálið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.