Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 86
s N ERLEND TÍMARIT \ í febrúar var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu sjónleikur eftir J.-P. Sartre, í fyrsta skipti sem leikur eftir þann höfund er sýndur á íslenzku leiksviði. Gagnrýnendur dagblaðanna höfðu ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt að segja um þennan sjónleik og höfund hans. Engu að síður má það vera til gamans og gagns íslenzkum lesendum að heyra rödd um leikrit Sartres úr heimalandi höfundar. í tímaritinu Europe*, febrúar 1950, er grein eftir höfund að nafni André Charmel um leikrit Jean-Paul Sartres. Hér eru teknar úr greininni nokkrar klausur, einkum viðvíkjandi þeim tveim leikritum Sartres sem eru íslendingum kunn: La Putain respectueuse (leikið í Ríkisútvarpið vorið 1949 og kallað / nafni velsœmisins) og Les Mains sales (FlekkaSar hendur). Höfundi farast meðal annars svo orð: Skcddsagnahöfundar og leikrita Það væri þörf á að gera rannsókn um skáldsagnahöfunda sem fást við leikritagerð. Hafi fáir leikritahöfundar snúið sér að skáldsagnagerð, þá er aftur á móti fjöldi skáldsagnahöfunda sem hafa reynt getu sína við leikritagerð eða lagt hana fyrir sig; hvort sem þeir hafa látið freistast af göldrum leiksviðsins, eða langað til að sjá persónur sínar loksins lifandi fyrir augunum, eða forvitnin hefur knúið þá til að reyna sig við áhorfendur, því að þeir hafa ef til vill þörf, dálítið hégómlega að vísu en engu að síður mannlega, til að sjá viðbrögð áhorfenda, jafnvel þó þeir viti að hið skrifaða orð hefur varanlegri og máski dýpri áhrif; eða þá þeir hafa viljað predika hugsjónir sínar með því að leikhús hefur alltaf verið eitthvað í líkingu við predikunarstól eða ræðupall. Ef til vill eru líka til einhverjir sem taka að fást við leikritum vegna egósentrisma, til að egna áhorfendur eða til að sýnast... Við skulum vera hreinskilin: þó að það komi fyrir að sæmilegur skáldsagnahöf- undur verði mikill leikritahöfundur, þá er hitt sjaldgæft að mikill skáldsagnahöf- undur semji höfuðverk fyrir leiksvið. Skáldsagnahöfundur, sem leggur mannlegan skilning í hverja hreyfingu eða atburð eða jafnvel hlut og leitast við að túlka allt ng kryfja, tekur varla í mál að gera strangt úrval, forðast að minnsta kosti að þjappa saman efninu og ýkja línur og liti: hann leitar ekki skyndiáhrifa. Hann vill ekki ná áhrifum með ópi, ekki einu sinni með orðunum sjálfum heldur með afhjúpun eða með því að láta menn renna grun í það sem gerist. Skilningur og skynsemi skáld- sagnahöfundar eru alltaf nálæg, meira að segja í natúralískum verkum, meira að segja í beinum frásögnum ... Hann hefur nógan tíma og getur lagt leið sína um gefið út í París, ritstjóri Pierre Ahraham. Stofnað 1923 af Romain Rolland.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.