Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 88
206 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrirfram mótaða af ákveðnum hópi manna (andstöðu gegn kynþáttafordómum, and- kommúnisma osfrv.) og þykist sanna hana þeim flokki manna sem er fyrirfram sann- færður. Afleiðing þessa er tvenns konar: þeir sem eru honum sammála líta á hann sem röksnilling, hinir sem listamann. Ég bið menn að afsaka hve sterkt ég kveð að oröi, en í þessu sé ég ekki vott af dramatískri list. Sannur leikritahöfundur, sem ætlaði sér að skrifa leikrit gegn kynþáttafordómum, mundi sýna okkur lifandi negrahatara sem hefðu til að bera einlægni (á villigötum), tilfinningar (afvega- leiddar), ástæður (rangar) til að vera negrahatarar, en væru, með sína rökvillu og rangsnúnar kenndir, sannir negrahatarar, alveg jafn-ásökunarverðir og jafnvel ásökunarverðari, en skiljanlegir og, það sem mestu varðar, lifandi. Sannur leikrita- höfundur er vildi skrifa leikrit gegn kommúnisma hefði sýnt okkur aðra lífverði en drumba með kvarnir fyrir heila og aðra konu en þessa Olgu með tvö andlit sem er álíka flöt og fimmeyringur, öðru megin ruddaleg og ofstækisfull, frá hinni hlið- inni bljúg og meðaumkunarfull sál — og lætur sjálf kylfu ráða kasti í afstöðu sinni. Þá mætti margt segja um kvenpersónur Sartres frá sálfræðilegu sjónarmiði. Sýn- ist honum þær svo einfaldar af því hann fyrirlítur þær? Eða fyrirlítur hann þær vegna þess að hann hefur ekki gert sér far um að skilja þær. Eða er því ekki frem- ur svo varið, að hann skapi þær fyrir leikrit sín, ósamsettar manngerðir, melódrama- tískar manngerðir. Ég hallast að þessari skýringu. Og er þá komið að öðrum kjarna málsins: að þessi áróðursleikrit séu einnig og framar öllu melódrama. Sartre melódramatist Síðan ræðir höfundur þróun Sartres sem leikritahöfundar: frá því að skrifa bókmenntalegt leikrit undir áhrifum frá Giraudoux (Les Mouches 1943) yfir í sína eigin tækni í Huis clos (1944), heimspekilegu leikriti með enga atburðarás í venjulegum skilningi. En slíka tækni var varla hægt að nota nema einu sinni, og Sartre reyndi það ekki heldur. En fann hann þá nýja tækni? [spyr höfundur.] Nei, hann tók upp eitt hinna elztu forma leikhússins, hið melódramatíska form. Eftir leik andans, eftir heim- spekikenningarnar kemur framkvæmdin, hröð, liðug, æsandi ... Sartre er horfinn frá aðferðinni sem hann hafði hætt á að nota í Huis clos til þess einfaldlega að taka upp tækni hins gamla melódrama. Nú eru tjöldin ekki lengur táknræn eins og í Huis clos. Allt verður að vera raunveruleiki, æpandi raunveruleiki, til þess að hafa áhrif á skilningarvitin eða, réttara sagt, á taugamar. En án efa líka á heilann. Sartre er ekki búin að gefa heimspekina upp á bátinn_Allir eru existentialistar ... Og Sartre virðist þegar halda sér við þetta melódramatíska form, ef til vill af meiri hagleik. Atburðarásin er æsileg, ákveðin, hvert hugarstríðið rekur annað. Drepur hann? Drepur hann ekki? — Verður hann drepinn? Sleppur hann? Það er alltaf einhver drepinn á endanum. Og þeir sem em drepnir em alltaf hinir góðu og það er svikarinn eða þorparinn sem eftir lifir. Því persónumar, sem oft em hafð- ar eins óbrotnar og verða má, og jafnvel þegar þær em margbrotnari, skiptast yfir- leitt í tvo flokka: geðfellda og ógeðfellda. I Flekkuðum höndum virðist mér ein per- sóna djúphugsuð, Hugo.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.