Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 89
Umboðsmenn Máls og menningar Við höldum hér uppteknum hætti að kynna umboðsmenn fyrir lesendum Tímaritsins og leyfum okkur um leið að taka nokkur orð upp úr bréfum frá þeim um starfsemi Máls og menningar. Flest- ir eru umboðsmenn tregir til að skrifa nokkuð um sjálfa sig eða láta það birtast, en við herjum á þá þar til þeir þreytast á að neita okkur; en við telj- um einmitt skylt, eins og áður er tekið fram, að haldið sé á loft nöfnum manna er sýna annan eins menningaráhuga. Kt.E.A. Aðalsteinn Teitsson, skólastj. í Sand- gerði: „Þá er það æviferilsskýrsla sú, sem þú ert sífellt að falast eftir. Er satt bezt að segja, að mér er meinilla við hana, en skal þó gefa þér úrlausn. Ég er fæddur að Víðidalstungu í Vest- ur-Húnavatnssýslu 20. febr. 1909, og ólst þar upp hjá foreldrum mínum, þeim Jó- hönnu Björnsdóttur og Teiti Teitssyni. Þar átti ég heima fram til 27 ára aldurs, en þá (1936) stofnaði ég mitt eigið heim- ili, er ég giftist konu minni, Guðnýju Bjömsdóttur frá Bessastöðum í Vestur- Húnavatnssýslu. Við höfum eignast 3 böm, sem öll eru á lífi. Tvo vetur, veturna 1927—28 og 1928 —29, var ég við nám í alþýðuskólanum að Hvítárbakka. Haustið 1929 gerðist ég barnakennari heima í sveit minni, Víði- dalnum, og var þar við farkennslu í Hugo, sem er duttlungafullur og óráðinn í framkvæmdum svo að óvíst er hvaða hvatir valda verkum hans, jafnvel eftir að hann hefur framið þau, hræddur án ótta, hugrakkur án hugrekkis, afbrýðissamur án þess að vera ástfanginn, sterkur án styrks, er næg sönnun þess að Sartre er djúpsær sálfræðingur og kann að beita sál- fræðinni á leiksviði. Hvers vegna þarf slík persóna að draga fram í dagsljósið vesöld hinna sem nær alltaf er hægt að skilgreina með einu orði. En það er nú mergur- inn málsins! Melódramað er ekki sérlega gefið fyrir flókna sálfræði ... Ef ætti að draga lokaályktanir — en er það leyfilegt um höfund á bezta aldri, sem er áreiðanlega ekki hættur ritstörfum jafnvel þó hann hafi talað um sitt „síðasta" leikrit — og ef hægt er að draga ályktun saman í stutta setningu, vildi ég segja að leikrit Sartres séu melódramatísk áróðursleikrit. Frumleiki þessara leikrita virðist mér liggja í samsuðu þessara tveggja forma (áróðursleikrit og melódrama) ... ... Einfaldar aðstæður og andstæður, lausleg mótun persóna sem nálgast skop- stælingu, óbrotnar siðferðikenningar (andstæða góðs og ills, liggur mér við að segja) sem koma óbeint fram, kraftur hraðra og grófgerðra tilsvara, allt þetta hefur örugglega áhrif á áhorfendur sem eru allir af vilja gerðir en kunna ekki framar að hrífast af neinu nema glæpum eða stríðinu.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.