Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 90
208
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
mörg ár. Á því árabili var ég einn vetur
í Kennaraskóla íslands og lauk kenn-
araprófi. Haustið 1939 varð ég skóla-
stjóri við bamaskólann í Súðavík og
gegndi því starfi fram til haustsins 1946,
er mér var veitt skólastjórastaðan við
barnaskólann í Sandgerði, sem hefur
síðan haustið 1949 verið starfræktur í
samræmi við nýju fræðslulögin, með
tveggja vetra unglingaskóla í beinu
framhaldi af bamaskólanum.
I æsku vann ég að landbúnaðarstörf-
um á heimili foreldra minna. Svo var
einnig á sumrum fyrst eftir að ég byrj-
aði kennslustörfin, og ætlunin var að
verða bóndi. En ekki varð af því vegna
fjárpestar þeirrar, sem herjaði hérað
mitt um það leyti. En samhliða kennslu-
starfinu, og þá einkum yfir sumartím-
ann, hef ég stundað bin margvíslegustu
störf, svo sem vegavinnu, flskvinnu,
byggingarvinnu, verzlunar- og skrif-
stofustörf ofl.
í gegnum þessi margvíslegu störf, og
ef til vill enn nánar fyrir það að ég hef
verið í stjómum og ýmsum öðrum trún-
aðarstörfum fyrir bændur, verkafólk,
kennara, kaupfélög og ungmennafélög,
hef ég fengið betri og betri yfirsýn yfir
þjóðlífið, og skoðanir mínar á þjóðfé-
lagsmálum mótast eftir því.
Ég hef verið umboðsmaður Máls og
menningar síðan í ársbyrjun 1940, fyrst
í Súðavík og síðar í Sandgerði, eftir að
ég fluttist þangað. Hefur mér verið eink-
ar ljúft að vinna það starf, því að saman
hefur farið góð samvinna við stjóm og
afgreiðslu félagsins annars vegar og fé-
lagsfólkið hinsvegar.
Tel ég Mál og menningu hafa unnið
hið þjóðnýtasta starf og svalað mörgum
lesfúsum Islendingi, sem án aðstoðar fé-
lagsins hefði ekki haft aðstöðu til að
eignast svo margt góðra bóka, enda hef-
ur líklega ekkert bókmenntafélag átt
jafnalmennum vinsældum að fagna þeg-
ar í upphafi og Mál og menning.
Og þegar þess er gætt, að Mál og
menning er næstum eina bókmenntafé-
lagið hér á landi, sem ekki hefur notið
styrks frá ríkinu eða öðmm opinberum
sjóðum, gegnir það furðu hve afkasta-
mikið félagið hefur verið í útgáfustarf-
semi sinni með svo lágu árgjaldi sem
verið hefur, enda er þess og að gæta, að
velflestar bækur félagsins eru öndvegis-
rit. Má þar til nefna skáldsögur eins og
Móðurina, Austanvinda og vestan, Þrúg-
ur reiðinnar o. fl., af ritverkum íslenzkra
höfunda t. d. Andvökur Stephans G.,
bækur Eyjólfs Guðmundssonar, mann-
kynssögu Ásgeirs Hjartarsonar. Þá má
ekki gleyma ævisögu Nexös og að lokum
vil ég svo nefna tímaritið, sem óefað, er
eitt hið allra bezta hérlendra tímarita."