Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR drotníngum, heldur munu fáar konur hafa verið jafn skilgetið afkvæmi Furðustranda sem þessi var, einsog glögt má sjá af allri smíð Sumarhall- arinnar miklu. Þessi höll er reyndar safn af höllum, og lét drotníng reisa allar, ásamt handgerðu fjalli sem bú- ið var til úr uppgreftinum úr hand- gerðu stöðuvatni. Vatnið er mikill hafsjór með eyum, og hallir á eyun- um. Og var alt þetta unnið fyrir fé það sem kínabúar höfðu skotið sam- an með ærnu erfiði svo Kínaveldi gæti eignast flota að berjast gegn óvinum sínum. Mig brestur þekkíngu og skilmerki- legt orðaval til að lýsa matreiðslu, einkum er ég vanda vafinn ef ræða skal um matgerð í Kínaveldi, og sérí- lagi er ræðunni víkur að þeirri snild sem var tíðkuð í þessari list við hirð Manchu-ættarinnar. Og heldur en flækja mig í óviðráðanleg málefni mun ég kjósa að hafa hér ekki fleiri orð að sinni, en taka upp léttara hjal. Nú er þar til máls að taka sem húngrið lætur undan og gesturinn fer að líta í kríngum sig og huga að hvar hann sé staddur. Sem títt er um hetri stofur í Kína- veldi myndar þessi litla matstofa sér- hýsi í þeim enda húsaþyrpíngarinnar sem stendur andspænis portinu, líkt og öndvegi. Einsog ég áður sagði var stofan búin að vera í eyði hátt uppí mannsaldur, og hafði ekki verið hirt um að gera upp innanskrautið gamla þegar hún var tekin í gagn að nýu, heldur límdur hvítur pappír á her- bergið í hólf og gólf, meira að segja fyrir gluggana; en fátt er kínabúum jafn meinilla við í húsum sínum eins- og gegnsæa glerglugga, þeir vilja hafa skæni í gluggum einsog siður var til á Norðurlöndum áður fyr. Þetta var á sólbjörtum degi nær jólum, en kalt í veðri. A miðju gólfi stóð hvítgló- andi kabyssa með röri uppígegnum ræfrið. Á einum veggnum hángir gömul mynd af tveim kálblöðum og dálítill texti skrifaður í grunn mynd- arinnar eftir kínverskum sið. Það er ófrávíkjanleg regla mín þegar ég skoða kínverskar myndir að láta út- leggja mér textann. Yeh rithöfundur les það sem skrif- að stendur, kímir við og lætur sér fátt um finnast; þetta er bláskært Tao, segir hann, útleggur síðan: Fáirðu skemt þér við þenna hlut (sem hér er nú), þarftu ekki tónlist af streingjum lútunnar. Já það þarf sannarlega ekki að gera því á fæturna hvar þessi texti eigi heima. Mér er sérstök hugfró að rekast loksins á spakmæli úr Taó á réttum stað. Og einsog stundum áður veit ég ekki fyren tilbrigðin eru farin að hljóma gegnum frumstefið; frum- stefið um tilbrigðin: Ef þú unir við þenna hlut, þá er tónlist af streingjum lútunnar góð viðbót; en ekki heldur meira. Ef þér finst þú þurfir tónlist af 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.