Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 31
SVERRIR KRISTJÁNSSON
Um söfnnn og varðveizlu íslenzkra
sögulieimilda
egar íslendingur vorra tíma
bregður sér til útlanda — og það
er ekki fátítt nú orðið sem kunnugt
er — þá blasir við honum saga þess-
ara landa aftur í aldir. Hinn íslenzki
ferðalangur þarf ekki að leita þessar-
ar sögu á minjasöfnum eða í þeim
stofnunum, er geyma forna gripi,
handrit og bækur. Sagan stendur þar
altygjuð á hverju götuhorni, forn og
veðurbitin af vindum og vatni ald-
anna í miðjum erli hins hraðstíga nú-
tímalífs: hallir, kirkjur, kastalar,
íbúðarhús og verzlunarhús standa þar
sem hljóðir vottar liðinna alda. Þarna
er fortíð og nútíð ofin í samfellt
mynstur, og íslendingurinn kennir
strax þeirrar festu þjóðtilverunnar,
sem einkennir allt það, er stendur á
gömlum merg. Land sem búið er slík-
um fornum minjum er eins og bol-
mikil eik, er sýgur kostinn úr djúpum
grónum jarðvegi. í þessum löndum
eru söguheimildirnar áþreifanlegar
staðreyndir í daglegri önn fólksins,
ekki lokaðir kjörgripir á söfnum,
heldur kunningjar sem menn heilsa
þegar þeir eru á ferli.
Við, hinir tíðreistu og víðförlu ís-
lendingar, eigum ekki að fagna slík-
um heimildum um sögu okkar. Við
getum ekki glatt augu okkar við at-
hugun á fornum húsum og mannvirkj-
um, við fáum ekki lesið í hug forfeðr-
anna með því að rannsaka línur og
snið fornra bygginga. Elztu hús á
íslandi úr steini byggð eru um 200
ára gömul, Viðevjarstofan, smíðuð
1752—1754, Hólakirkja frá 1757—
1763, Bessastaðastofa frá 1760—
1765, Nesstofa frá 1761—1765, og
loks gamla tugthúsið okkar, núver-
andi stjórnarráð við Lækjartorg,
byggt 1765—1770. Og er þá víst allt
upp talið. Aðrar heimildir um sögu
vora þessarar tegundar eigum við
ekki til. Það mun ekki ofmælt, að ís-
land sé fátækast allra landa heims að
gömlum húsum og mannvirkjum, svo
að ef við vissum ekki betur af öðrum
heimildum, þá er það því líkast sem
ísland hafi ekki byggzt fyrr en fyrir
21