Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Fyrir nokkrum árum bar svo við í kauptúni á Norðurlandi, að maður einn þuríti að byrgja brunn á lóð sinni. Nú mætti maður halda, að til væri nóg grjót og ofaníburður á ís- landi og hægt að byrgja einn brunn svo að barnið dytti ekki ofan í hann. En þessi brunnur skyldi byrgður með nýstárlegum hætti. Brunneigandinn átti í fórum sínum verzlunarbækur er tóku yfir 60 ára sögu verzlunar í kauptúninu. Hann fyllti brunninn með verzlunarbókum. í gaflhlið í einu af verzlunarhús- um Reykjavíkur er tróðið milli veggja eintómar verzlunarbækur gamlar, sumar sennilega frá öndverðri 19. öld. Mér er ekki kunnugt um, hvar verzlunarbókum hinna gömlu sel- stöðuverzlana á kauphöndlunarstöð- unum kringum landið er fyrir komið, vera má að verzlunarskræður gamlar leynist á loftum eða í kjöllurum, en miklu hefur verið hent. Þjóðskjalasafnið í Reykjavík hafði fyrir skömmu allmikið af verzlunar- bókum í sinni vörzlu, en vegna rúm- leysis varð það að senda þær suður á Álftanes og liggja þær nú á kirkju- loftinu á Bessastöðum, þar sem engin leið er að komast að þeim til rann- sókna, þótt það sé raunar huggun að vita að þær séu þó til. Það má furðulegt heita, að þjóð sem i þrjár aldir sendi kveinandi bæn- arskrár til konungs út af kaupkúgun- inni, skuli ekki hirða meir um heim- ildirnar að ánauð sinni en raun ber vitni um. Eða er svo komið áhuga söguþjóðarinnar, að hún skeyti engu um afdrif einhverra mikilvægustu heimilda um sögulega tilveru sína? Er ekki bilið milli íslendinga 20. ald- ar og Árna Magnússonar orðið æði breitt, mannsins sem nauðaði á Birni Þorleifssyni biskupi að láta nú sína þénara athuga vel hvern handraða í Stiftskistunni, ef vera kynni að þar leyndist eitt lítið blað með orði eða heiti — nomina rerum — er ekki fyndist á fornum bókum? Ég gat þess í upphafi máls míns, að söguheimildir okkar íslendinga væru hlutfallslega miklu bóklegara eðlis en annarra þjóða. Undanfarið hef ég dvalið í landi þar sem söguheimildirn- ar eru bæði á jörðu og í. Danskur bóndi bregður varla svo plógi í jörð, að ekki komi upp steinöxi eða rofinn sé forn haugur. Danmörk er einhver mesta fornleifanáma í Evrópu, enda standa Danir orðið mjög framarlega í fornleifavísindum. Um alla Dan- mörk eru hundruð áhugamanna í fornleifagreftri, margir þeirra spreng- lærðir, og aðstoða danska fornmenja- safnið með miklum dugnaði. Mér hefur dottið í hug, hvort ekki mundi mega vekja álíka áhuga meðal ís- lenzks almennings á varðveizlu og söfnun íslenzkra söguheimilda. Þetta er verkefni, sem bezt verður leyst í náinni samvinnu opinberra aðila og 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.