Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rammann á myndinni fá ekki að sjá hana fara úr blómskrýddum silki- sloppnum því hún sprettir fingrum með löngum silfruðum nöglum, sem eru eins og litlir hnífar fram af fing- urgómunum, og hverfur, þá kemur lít- il og dökk stúlka í snjáðum svörtum kjól tilhaldslaus og sambrýnd og ómáluð nema af sólinni suður í Bari, hún teygir stutta handleggina út um gluggann og seilist eftir hlerunum grænu, þessum útbreiddu vængjum, og lokar glugganum, þá eru augu hússins lokuð. Ljósin eru kveikt fyrir innan og seytla kannski út milli gis- inna rimla á hlerunum, gul eins og rendur á tígrisfeldi. Himinninn er orðinn fölblár og kveðjubál sólarinnar fer að kulna fyr- ir enda breiða strætisins sem við yfir- gáfum. Og gengum inn í þessa þröngu götu þar sem steinlögnin undir fótum er öldótt eins og bylgjur hafsins sem hafa frosið fastar á ljósmyndaplötu, og steinarnir gljá af tímans stanz- lausu rás gegnum sínar rómversku aldir. Ég settist við útiborð á veitingakrá þar sem nokkrir ungir leikarar voru fyrir innan að tala um hvað það væri erfitt fyrir unga leikara að fá hlut- verk, og horfði á götusviðið svo kyrrt í myndlegum fullnaði sínum: leikhús sem bíður; húsin með ljóðblæ úr heimi þess sem getur varla verið raunsatt, þar er allt tilbúið fyrir leik- inn, — nema áhorfendur eru ókomn- ir, — og leikendur eru annarsstaðar, sumir óstyrkir að hafa upp fyrir sjálf- um sér kafla og kafla úr texta kvölds- ins. Maður og maður gengur hjá flýtis- laust og stillt því þeir höfðu losnað út úr athafnalífshraðanum og ákafan- um sem heyrði liðnum degi og verður aftur á þeim dögum sem enn munu koma yfir þennan heim. Kvöldið gagntók veröldina, og þetta var ég að horfa á: ung hávaxin kona með hárið litað gult og stór dökk augu að grín- ast við heiminn í þunnum svörtum síðbuxum með ilskó og rauðar neglur á tánum og í bláum nankinsjakka sveiflaði sér út úr löngum bíl með niðurdregnu blæjuþaki, klappaði kæruleysislega á gulan skallann á svartklæddum manni sem var bú- inn eins og suðuramerískur sendi- sveitarritari eða búlgarskur prins sem hefur lagt fé í kvikmyndir. Hann var smávaxinn og miðaldra, andlitið líkt og tekið upp úr bók um fuglalíf á Suðureyjum þar sem allt var dregið fram í endapunkt nefsins, en augun ef einhver voru falin bak við dökk sólvarnargleraugu þótt komið væri kvöld, hann sat við stýri á alltof stór- um bíl og hafði munninn opinn þeim megin sem gull glóði í tönn, hvíldi föla hönd slappa og þreytta af erfiðis- leysi ævinnar á hvítri plasthúð stýris- ins, á hverjum iðjulausum fingri handarinnar var hringur og steinar grafnir úr myrkum kviði Afríku af 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.