Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 45
UM CURZIO MALAPARTE
dökkum þrælum lýstu af þessari
hönd.
Ciáo Chigi, kallaði hún: Bless
Chigi, og hljóp inn á Pensione Man-
fredi fyrir handan götuna.
Svo sá ég hvar kunningi minn Dino
Andrighetti kom.
II
Það er Jónsmessa í kvöld, segir
Dino þegar hann hefur setzt við borð-
ið hjá mér, hann hefur verið að þeysa
á mótorhjóli sínu í allan dag til þess
að bjóða byggingarvörur sem hann
hatar innilega á kvöldin og verður
svo feginn að mega tala um bók-
menntir og listir á kvöldin. Þegar
hann hefur sagt mér af alþýðlegum
hátíðahöldum vegna Jónsmessunnar
spyr hann hvort ég sé búinn að hitta
Malaparte.
Nei, ekki ennþá.
Þú skalt nú samt vara þig á honum,
sagði Dino sem þekkti Malaparte,
hann vissi að ég var með bréf til
Malaparte í vasanum: hann getur ver-
ið ógurlega meinhæðinn ef illa stend-
ur í bælið hans. Þetta er leifturgáfað-
ur andskoti. Hann kann að meta
ákveðna og hraða hugsun, þolir ekki
daufleika, ég er viss um þú hefur
gaman af að hitta hann. Láttu það
bara ekki dragast.
En því miður dróst þetta samt.
Malaparte var ekki í Róm þennan
mánuð. Hann var einhversstaðar úti
í heimi að ferðast, gott ef ekki í Kína.
Eg hlaut að hverfa frá Róm áður en
hann kæmi. Nú er Malaparte dáinn.
III
Um skeið stóð einna mestur gustur
af Malaparte ítalskra höfunda. Árin
eftir heimsstyrjöldina síðustu fór bók
hans Kaputt um öll lönd og æsti hugi
manna ýmist til hrifningar eða ákafr-
ar andúðar, stundum vakti hún i huga
lesandans hvorttveggja næstum sam-
tímis. Margan lesanda laðaði höfund-
urinn að sér með snjöllum og áfeng-
um myndum sem læstu sig í hugann,
svo hratt hann kannski sama lesanda
frá sér aftur með smekkleysum og
brellum sem hann freistaðist til að
nota til að ganga fram af lesandanum
og tókst það líka, en oft sér í óhag
sem listamanni.
Þegar ég spurði ýmsa ítali um álit
þeirra á Malaparte komst ég að því
að margir voru honum reiðir og oft
heyrði ég orðið tækifærissinni haft
um hann.
Malaparte? sögðu þeir: nei, ég er
á móti honum. É opportunista, hann
er bölvaður tækifærissinni. Þetta
sögðu þeir stundum af stjómmálaor-
sökum. Þeir sem höfðu verið fasistar
snerust á móti Malaparte vegna þess
að hann hefði verið á móti fasistum,
— en gátu ekki sagt það berum orð-
um, þeir sögðu bara: o, hann er hel-
vítis tækifærissinni. Aðrir sem höt-
35