Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 45
UM CURZIO MALAPARTE dökkum þrælum lýstu af þessari hönd. Ciáo Chigi, kallaði hún: Bless Chigi, og hljóp inn á Pensione Man- fredi fyrir handan götuna. Svo sá ég hvar kunningi minn Dino Andrighetti kom. II Það er Jónsmessa í kvöld, segir Dino þegar hann hefur setzt við borð- ið hjá mér, hann hefur verið að þeysa á mótorhjóli sínu í allan dag til þess að bjóða byggingarvörur sem hann hatar innilega á kvöldin og verður svo feginn að mega tala um bók- menntir og listir á kvöldin. Þegar hann hefur sagt mér af alþýðlegum hátíðahöldum vegna Jónsmessunnar spyr hann hvort ég sé búinn að hitta Malaparte. Nei, ekki ennþá. Þú skalt nú samt vara þig á honum, sagði Dino sem þekkti Malaparte, hann vissi að ég var með bréf til Malaparte í vasanum: hann getur ver- ið ógurlega meinhæðinn ef illa stend- ur í bælið hans. Þetta er leifturgáfað- ur andskoti. Hann kann að meta ákveðna og hraða hugsun, þolir ekki daufleika, ég er viss um þú hefur gaman af að hitta hann. Láttu það bara ekki dragast. En því miður dróst þetta samt. Malaparte var ekki í Róm þennan mánuð. Hann var einhversstaðar úti í heimi að ferðast, gott ef ekki í Kína. Eg hlaut að hverfa frá Róm áður en hann kæmi. Nú er Malaparte dáinn. III Um skeið stóð einna mestur gustur af Malaparte ítalskra höfunda. Árin eftir heimsstyrjöldina síðustu fór bók hans Kaputt um öll lönd og æsti hugi manna ýmist til hrifningar eða ákafr- ar andúðar, stundum vakti hún i huga lesandans hvorttveggja næstum sam- tímis. Margan lesanda laðaði höfund- urinn að sér með snjöllum og áfeng- um myndum sem læstu sig í hugann, svo hratt hann kannski sama lesanda frá sér aftur með smekkleysum og brellum sem hann freistaðist til að nota til að ganga fram af lesandanum og tókst það líka, en oft sér í óhag sem listamanni. Þegar ég spurði ýmsa ítali um álit þeirra á Malaparte komst ég að því að margir voru honum reiðir og oft heyrði ég orðið tækifærissinni haft um hann. Malaparte? sögðu þeir: nei, ég er á móti honum. É opportunista, hann er bölvaður tækifærissinni. Þetta sögðu þeir stundum af stjómmálaor- sökum. Þeir sem höfðu verið fasistar snerust á móti Malaparte vegna þess að hann hefði verið á móti fasistum, — en gátu ekki sagt það berum orð- um, þeir sögðu bara: o, hann er hel- vítis tækifærissinni. Aðrir sem höt- 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.