Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR uðu fasistana ákaft þegar slíkt var orðið löggilt sögðu sumir að hann hefði ekki verið eins úfinn við fasist- ana áður eins og hann vildi vera láta og ýmislegt sýndi að hann væri ekki laus við að vera tækifærissinni. Ýmsir sem það sögðu voru kannski ekki að hugsa um fasistana og afstöðu Mala- parte til þeirra þótt þeir töluðu þann- ig heldur hafði kannski fokið í þá út af því sem hann hafði sagt um spill- ingu í Napólí eða einhversstaðar ann- arsstaðar, kannski hafði hann hneykslað þá með snjallri þversögn, kannski var það eitthvað annað. En Malaparte hafði gagnrýnt og skopazt að fasistunum meðan veldi þeirra var sem mest. Fyrir það var hann fangi þeirra í Himnadrottning- arfangelsi, Regina Coeli; hann var líka dæmdur í 5 ára útlegð á Lípari- eyju. Skömmu eftir valdatöku fasista var hann í París og skrifaði greinar móti fasistum í Nouvelles Literaires og fleiri blöð og tímarit í Frakklandi og Englandi, og virðist hafa hvarflað að honum að setjast að erlendis. En hvernig á rithöfundur að yfirgefa þá þjóð sem talar málið sem hann skrif- ar? Það er mikilvægt rithöfundi að hverfa frá landi sínu stund og stund og láta nýtt umhverfi og kynni af öðru fólki snerpa vitsmunina og knýja sig til endurskoðunar á því sem kann að þvkja svo sjálfsagt heima fyrir að enginn hugsar um það. En getur hann sagt skilið við land sitt og þjóð? Eina bók skrifaði Malaparte á frönsku, gott ef það er ekki eina bók- in sem til er í Landsbókasafninu eftir hann, keypt í tíð þess fjölvísa manns Guðmundar Finnbogasonar lands- bókavarðar sem var of vitur maður til að beita hinni demókratisku höfðatölureglu í mati menningarverð- mæta og þótti ekki óþarft að kaupa bækur á frönsku handa íslendingum. Bókin er La Technique d’ un Coup d’ état, Valdatökutækni. Kaputt er langfrægast af verkum Malaparte: stríðsreynslusaga ítalsks fréttaritara sem fer víða um Evrópu heimsstyrjaldarárin, um hertekin lönd og stríðandi: Rúmeníu, Pólland, Rússland, Finnland, og lýkur í Napólí. Myndirnar sem hann málar sleppa varla taki af huganum framar, oft lýs- ir hann afskræmingu manneskjunnar sem stríðslogarnir hafa umturnað og hrakið frá kunnum forsendum sem líf hennar var áður miðað við. Hann lýsir ógleymanlega niðurlægingu manneðlisins og úrkynjun sem nas- isminn leiddi yfir löndin, geggjun og Ijótleika og svívirðu sem var balsam og elixír þeirrar hreyfingar sem jafn- vel mun hafa átt elskhuga meðal okk- ar þjóðar. Sjaldan hefur komið fram jafn tegundarhrein og hnitmiðuð rás fúlustu krafta manneðlisins og í nas- ismanum sem hafði helgimynd sína í hinni ömurlegu ásjónu Adolfs Hitler. Bók Malaparte fjallar um manneskj- urnar hraktar í formyrkvun styrjald- 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.