Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
uðu fasistana ákaft þegar slíkt var
orðið löggilt sögðu sumir að hann
hefði ekki verið eins úfinn við fasist-
ana áður eins og hann vildi vera láta
og ýmislegt sýndi að hann væri ekki
laus við að vera tækifærissinni. Ýmsir
sem það sögðu voru kannski ekki að
hugsa um fasistana og afstöðu Mala-
parte til þeirra þótt þeir töluðu þann-
ig heldur hafði kannski fokið í þá út
af því sem hann hafði sagt um spill-
ingu í Napólí eða einhversstaðar ann-
arsstaðar, kannski hafði hann
hneykslað þá með snjallri þversögn,
kannski var það eitthvað annað.
En Malaparte hafði gagnrýnt og
skopazt að fasistunum meðan veldi
þeirra var sem mest. Fyrir það var
hann fangi þeirra í Himnadrottning-
arfangelsi, Regina Coeli; hann var
líka dæmdur í 5 ára útlegð á Lípari-
eyju. Skömmu eftir valdatöku fasista
var hann í París og skrifaði greinar
móti fasistum í Nouvelles Literaires
og fleiri blöð og tímarit í Frakklandi
og Englandi, og virðist hafa hvarflað
að honum að setjast að erlendis. En
hvernig á rithöfundur að yfirgefa þá
þjóð sem talar málið sem hann skrif-
ar? Það er mikilvægt rithöfundi að
hverfa frá landi sínu stund og stund
og láta nýtt umhverfi og kynni af öðru
fólki snerpa vitsmunina og knýja sig
til endurskoðunar á því sem kann að
þvkja svo sjálfsagt heima fyrir að
enginn hugsar um það. En getur hann
sagt skilið við land sitt og þjóð?
Eina bók skrifaði Malaparte á
frönsku, gott ef það er ekki eina bók-
in sem til er í Landsbókasafninu eftir
hann, keypt í tíð þess fjölvísa manns
Guðmundar Finnbogasonar lands-
bókavarðar sem var of vitur maður
til að beita hinni demókratisku
höfðatölureglu í mati menningarverð-
mæta og þótti ekki óþarft að kaupa
bækur á frönsku handa íslendingum.
Bókin er La Technique d’ un Coup d’
état, Valdatökutækni.
Kaputt er langfrægast af verkum
Malaparte: stríðsreynslusaga ítalsks
fréttaritara sem fer víða um Evrópu
heimsstyrjaldarárin, um hertekin
lönd og stríðandi: Rúmeníu, Pólland,
Rússland, Finnland, og lýkur í Napólí.
Myndirnar sem hann málar sleppa
varla taki af huganum framar, oft lýs-
ir hann afskræmingu manneskjunnar
sem stríðslogarnir hafa umturnað og
hrakið frá kunnum forsendum sem
líf hennar var áður miðað við. Hann
lýsir ógleymanlega niðurlægingu
manneðlisins og úrkynjun sem nas-
isminn leiddi yfir löndin, geggjun og
Ijótleika og svívirðu sem var balsam
og elixír þeirrar hreyfingar sem jafn-
vel mun hafa átt elskhuga meðal okk-
ar þjóðar. Sjaldan hefur komið fram
jafn tegundarhrein og hnitmiðuð rás
fúlustu krafta manneðlisins og í nas-
ismanum sem hafði helgimynd sína í
hinni ömurlegu ásjónu Adolfs Hitler.
Bók Malaparte fjallar um manneskj-
urnar hraktar í formyrkvun styrjald-
36