Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 47
UM CURZIO MALAPARTE arinnar þar sem það er svo erfitt að vera manneskja. Náfnykinn leggur upp af jörðunni og blóði rignir af himnum yfir hin eitruðu blóm sem vaxa í valnum. Lýsingarnar sveiflast að takmörk- um þess þolanlega : angistinni og sársaukanum vegna grimmriarinnar og ljótleikans og þjáninganna, bryzi fram í gerfi hins tryllta hláturs sem smýgur um æðarnar, og ísnálar úr blóðinu rekast eins og spjót í hinar næmustu taugar. Og meðan íþrótta- sinnuð skólaæska á íslandi spennir á sig skíði og gengur á fjöll til að skjóta rjúpur skríða þýzkir jafnaldrar þeirra í sögu Malaparte um skóga og kjarr í herteknu landi til að veiða fallegar Gyðingastúlkur sem hafa falið sig fyrir líknarstofnunum nasistaherj- anna: hóruhúsum og gasklefum. ítalskur fréttamaður fer með stoltum herforingja fulltrúa hugvitsins þýzka sem hefur varðað veginn nýstárleg- um vegprestum: það eru menn sem standa í snjónum óhreyfanlegir með stífan arm og vísa veginn um ómæld- ar fjarlægðir Rússlandsvetrarins, þeir eru frosin lík; herforinginn skil- ur ekki háð hins ítalska fréttamanns sorfið til odds af kvöl skáldsins frammi fyrir eymd manneskjunnar, herforinginn brosir: þetta er götulög- reglan okkar, segir hann, við köllum það þöglu lögregluna. Eruð þér viss um að þeir segi ekki neitt? spyr ftalinn. Eða kattaprófið! Lýsingin af þjálf- un SS-nýliða sem verða ekki hæfir til hlutverksins fyrr en búið er að skafa af þeim allar mennskar artir og til- finningar svo þeir geti horft upp á aðra kveljast án þess að depla auga. Kattaprófið er einn liðurinn í þeirri mikilsverðu þjálfun: nýliðinn heldur í hrygginn á lifandi ketti svo lappirn- ar séu lausar og stenzt ekki prófið nema hann geti stungið bæði augun úr kettinum með hníf. í slíku teikni lifir sá kraftur: Kraft durch Freude. Eða samræðurnar við borð lands- stjórans Frank í Póllandi þar sem veizlugestirnir þýzku velta sér í nautn- sj úkum lýsingum af blóðsúthellingum og grimmdarverkum sem vitna um það sem Malaparte kallar vesalt og furðulegt niðurlægingardelirium sem stafi af ótta Þjóðverjans: Angst. Ekki ótta af þeim sterku heldur ótta og van- máttarkennd gagnvart varnarlausum og veikum sem brjótist út í grimmd, vísindalegri og meþódiskri. Það sé sjúkleg tilfinningavæmni í eðli Þjóð- verjans sem hann stríði við og reyni að berja niður með geggjaðri fólsku. Mynd fylgir mynd, og hinar hræði- legustu lýsingar eru málaðar, hróp- aðar stundum útundan flírandi grímu háðsins, skopið á ekkert skylt við gaman, og slöngvast nístandi inn í mælskar skáldmyndirnar eins og þrumufleygur sem lýsir sviðið nakið og ógnlegt. 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.