Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 51
UM CURZIO MALAPARTE er með slíkum dramatískum krafti í þungri hrynjandi myndrásarinnar að það hlýtur að geymast meðal við- fangsefna kvikmyndaklúbba. Þarna hefur rithöfundur gert kvikmynd sem er ekki heft af lögmálum bókmennta- sköpunar heldur lifir í sjálfstæðum krafti, samkvæm eðli kvikmyndalist- ar. Ýmsir gagnrýnendur tóku mynd- inni illa einkum í Frakklandi (um ítölsku gagnrýnina veit ég ekki), þótti hún afleit vegna seinleikans í sögu- rásinni og hins þunga dapurleika. Myndinni lýkur þegar söguhetjan veit að saklaus maður hefur fórnað sér til friðþægingar glæpnum; hann finnur hinn seka og hefur hann á valdi sínu, — öll tilvera hans meðan mynd- in varir hefur miðað að því að inna af hendi hina helgu skyldu, en þegar stundin er komin þá verður allt fá- nýtt, eftirsókn eftir vindi, líkt og í Gerplu þegar skáldið sem öllu hefur fórnað á þess kost að flytja konungi kvæðið, það er til einskis. Og hann lætur skotvopnið síga, seinast sjáum við hann einan í sandauðn þar sem hann hrópar upp í tóman himininn: Perché il mondo per salvarsi ha bi- sogna de sangue degli innocenti, hví þarfnast heimurinn blóðs hinna sak- lausu til friðþægingar sér? Perché? ... og myndavélin sveiflast frá hinum örsmáa hrópanda sem er eins og spriklandi fluga á bakinu í sandauðn þessarar spurningar, og vísar upp í svarlaust tóm hins albláa himins. VIII Curzio Malaparte fæddist 1898 í Prato, það er skammt frá Flórenzborg í Toskanahéraði. Þarverjar hafa löng- um litið á sig sem sérstaka þjóð eins og þeir voru á renisanstímanum, þeir þykjast andlega afbragð ítala; öðr- um ítölum finnst þeir vera hofmóð- ugir. Toskanar hafa ekki getað gleymt því að Flórenz var andleg höfuðborg renisansins, endurreisnartímans. Þeir geta ekki gleymt því að Giotto og Dante voru þaðan og Gallileo Gallilei, grundvallendurnir miklu í málverki, bókmenntum og stjörnufræði (um það bil hálf öld er frá dauða Snorra til þess Dante deyr en þá er Giotto dauður nokkru á undan). Og toskan- ar voru líka þeir málararnir Pier della Francesca, Botticelli, Masaccio frá Flórenz og Simone Martini frá Siena- de og tveir mestu myndhöggvarar end- urreisnartímans Michelangelo og Do- natello. Þessa menn eru toskanar ein- lægt að telja á fingrum sér, og halda áfram að þylja þótt finguma þrjóti. Rithöfundurinn Papini sem er nýlát- inn var líka toskani, hann sagði í bók- inni: Un Uomo Finito sem er mjög fræg bók: Æ þessir Feneyingar, sagði hann: og þessir Napólítanar og Róm- verjar og Langbarðar, mér finnst það fólk ekkert skylt okkur; við erum ekki af sömu þjóð, við toskanar erum sér- stök þjóð. Og Malaparte sagði: Á Ítalíu mættu gjarnan vera færri ítalir en fleiri toskanar, segir hann. En nú 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.