Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 51
UM CURZIO MALAPARTE
er með slíkum dramatískum krafti í
þungri hrynjandi myndrásarinnar að
það hlýtur að geymast meðal við-
fangsefna kvikmyndaklúbba. Þarna
hefur rithöfundur gert kvikmynd sem
er ekki heft af lögmálum bókmennta-
sköpunar heldur lifir í sjálfstæðum
krafti, samkvæm eðli kvikmyndalist-
ar. Ýmsir gagnrýnendur tóku mynd-
inni illa einkum í Frakklandi (um
ítölsku gagnrýnina veit ég ekki), þótti
hún afleit vegna seinleikans í sögu-
rásinni og hins þunga dapurleika.
Myndinni lýkur þegar söguhetjan
veit að saklaus maður hefur fórnað
sér til friðþægingar glæpnum; hann
finnur hinn seka og hefur hann á valdi
sínu, — öll tilvera hans meðan mynd-
in varir hefur miðað að því að inna
af hendi hina helgu skyldu, en þegar
stundin er komin þá verður allt fá-
nýtt, eftirsókn eftir vindi, líkt og í
Gerplu þegar skáldið sem öllu hefur
fórnað á þess kost að flytja konungi
kvæðið, það er til einskis. Og hann
lætur skotvopnið síga, seinast sjáum
við hann einan í sandauðn þar sem
hann hrópar upp í tóman himininn:
Perché il mondo per salvarsi ha bi-
sogna de sangue degli innocenti, hví
þarfnast heimurinn blóðs hinna sak-
lausu til friðþægingar sér? Perché?
... og myndavélin sveiflast frá hinum
örsmáa hrópanda sem er eins og
spriklandi fluga á bakinu í sandauðn
þessarar spurningar, og vísar upp í
svarlaust tóm hins albláa himins.
VIII
Curzio Malaparte fæddist 1898 í
Prato, það er skammt frá Flórenzborg
í Toskanahéraði. Þarverjar hafa löng-
um litið á sig sem sérstaka þjóð eins
og þeir voru á renisanstímanum, þeir
þykjast andlega afbragð ítala; öðr-
um ítölum finnst þeir vera hofmóð-
ugir. Toskanar hafa ekki getað gleymt
því að Flórenz var andleg höfuðborg
renisansins, endurreisnartímans. Þeir
geta ekki gleymt því að Giotto og
Dante voru þaðan og Gallileo Gallilei,
grundvallendurnir miklu í málverki,
bókmenntum og stjörnufræði (um
það bil hálf öld er frá dauða Snorra
til þess Dante deyr en þá er Giotto
dauður nokkru á undan). Og toskan-
ar voru líka þeir málararnir Pier della
Francesca, Botticelli, Masaccio frá
Flórenz og Simone Martini frá Siena-
de og tveir mestu myndhöggvarar end-
urreisnartímans Michelangelo og Do-
natello. Þessa menn eru toskanar ein-
lægt að telja á fingrum sér, og halda
áfram að þylja þótt finguma þrjóti.
Rithöfundurinn Papini sem er nýlát-
inn var líka toskani, hann sagði í bók-
inni: Un Uomo Finito sem er mjög
fræg bók: Æ þessir Feneyingar, sagði
hann: og þessir Napólítanar og Róm-
verjar og Langbarðar, mér finnst það
fólk ekkert skylt okkur; við erum ekki
af sömu þjóð, við toskanar erum sér-
stök þjóð. Og Malaparte sagði: Á
Ítalíu mættu gjarnan vera færri ítalir
en fleiri toskanar, segir hann. En nú
41