Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
er þessum tveim toskönum færra, og
það varð skammt milli þeirra: þeir
voru þekktastir af rithöfundunum
þaðan á síðustu áratugum.
Papini var nítjándualdarmaður í
vonlausu stríði við hina tuttugustu,
við öld Malaparte sem átti svo erfitt
að finna til sín í trylltu stríði við
sig sjálfa. En kannski voru þeir sann-
astir toskanar og renisansmenn í því
að hvorugur þeirra gat hætt að skrifa
í fyrstu persónu hvað sem gekk á og
hvernig sem allt tættist sundur í
kringum þá og leitaði aftur saman í
nýjar myndir. Og kannski er slíkum
mönnum lán að vera dauðir áður en
þeim öflum sem víða verður vart hef-
ur tekizt að ná löndum heimsinsundir
sitt allsherj arvald til að skipa svo nið-
ur dögum mannsins að hann fær aldr-
ei að vera einn. Þeim sem fjalla um
fólk eins og abstrakta stærð og reikna
út líf þess á rúðustrikaðan pappír
með brotinn sirkil í hendi, en hafa
kannski vélheila til þess á morgun.
Þetta passar Fólkinu, segja þeir með
hyldjúpri fyrirlitningu sem kann að
dyljast þeim sjálfum. Þetta vill Fólk-
ið ekki, segja þeir á skrifstofum sín-
um og vita kannski ekki að í staðinn
fyrir þetta fræga abstrakta „fólk“
þeirra lifa á jörðinni manneskjur og
manneskjur: ein kona og einn maður,
barn. Og billjón sinnum, aftur og aft-
ur en aldrei alveg eins. Noti þeir vél-
heila sína til að reikna út hvernig
hægt er að fá bita í magann á öllum
þessum lifandi verum sem vilja gjarn-
an fá að ganga á tveim fótum þennan
stutta dag sem okkur er ætlaður á
þessari jörð.
Með draum okkar um sérstaka óvél-
tæka sál.
VIII
Nú er Jónsmessa, sagði Dino And-
righetti eitt kvöld þegar við sátum
saman við útiborð á veitingakrá um
sumar í Róm.
Um það kvöld ætlaði ég að skrifa
en þá kom mér í hug að Malaparte
er dáinn.
42