Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 53
MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON
Vofa atvinnuleysisins ríður húsum
Næst spútnikum og öðrum geim-
undrum hefur ásigkomulag hag-
kerfis Bandaríkjanna sett mestan svip
á heimsfréttasíður og bollalegginga-
dálka vestrænna blaða undanfarna
mánuði. Nú eru brátt liðnir þrír ára-
tugir síðan verðhrun á kauphöllinni
í Wall Street boðaði komu kreppunn-
ar miklu, sem breiddist frá Banda-
ríkjunum til yztu endimarka auð-
valdsheimsins, en minningin um þá
hörmungatíma er enn í svo fersku
minni, einkum í Vestur-Evrópu og
Ameríku, að sérhver meiriháttar hag-
sveifla í Bandaríkjunum vekur strax
kvíða og óvissu í öllum löndum, sem
þeim eru efnahagslega nátengd.
Síðan í ágúst í fyrra hefur orðið
verulegur samdráttur í framleiðslu
flestra iðngreina í Bandaríkjunum.
Vísitala iðnaðarframleiðslunnar
lækkaði um sjö stig frá því í ágúst
þangað til í desember, úr 146 niður í
139, og síðan mun framleiðslan enn
hafa dregizt saman. Framleiðslu-
skerðingin gerir vart við sig á nær
öllum sviðum atvinnulífsins. Næst-
síðustu viku janúar nam stálfram-
leiðslan aðeins 55.6% af framleiðslu-
getunni, en var á sama tíma í fyrra
96.6% af framleiðslugetunni. Þetta
þýddi að vikuframleiðslan af stáli
minnkaði úr 2.472.000 lestum niður í
1.500.000 lestir. Á sama tíma minnk-
aði bílaframleiðslan úr 168.329
stykkjum niður í 129.448 stykki.
Hráolíuframleiðslan á dag minnkaði
úr 7.431.115 fötum niður í 6.924.535
föt. Flutningar með járnbrautum
minnkuðu úr 657.269 vagnhlössum
niður í 572.353. Meira að segja raf-
magnsframleiðslan, sem heita má að
aukizt hafi jafnt og þétt í tvo áratugi,
á hverju sem gengið hefur í atvinnu-
lífinu í heild, minnkaði úr 12.556.000
kílóvattstundum í næstsíðustu viku
janúar árið 1957 niður í 12.400.000
kílóvattstundir á sama tíma í ár.
Eins og gefur að skilja hefur þessi
afturkippur í atvinnulífinu komið
hart niður á bandarískum verkalýð.
Milljónaatvinnuleysi hefur verið
landlægt í Bandaríkjunum áratugum
saman. Tala milljónanna breytistmeð
sveiflum hagkerfisins. í kreppunni
miklu komst tala atvinnuleysingja
43