Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 56
MAGNÚS Á. ÁRNASON
Nicolae Grigorescu
að er haft fyrir satt, að samtíðar-
maður Grigorescus franskur,
sem lengi dvaldi í Rúmeníu, hafi
skrifað löndum sínum, að ef þeir
vildu kynnast Rúmeníu, skyldu þeir
skoða verk Grigorescus. Þetta má til
sanns vegar færa, því hann er allra
manna þjóðlegastur í list sinni, í
beztu merkingu þess orðs. Ást hans á
náttúru landsins, þjóðinni, alþýð-
unni, lífinu eins og því var lifað —
skín út úr hverri mynd.
Hann bar höfuð og herðar yfir alla
samtíðar listamenn þar í landi seinni
hluta nítjándu aldar sökum veruleika-
skynjunar sinnar og yfirburða bæði
í tækni, listfengi og fjölhæfni, enda
er hann talinn faðir nútíma listar í
sínu landi, þó aðrir komi þar einnig
til greina. Hann er einn af þeim fá-
gætu listamönnum, sem allir geta
notið, jafnt alþýðumenn sem listfræð-
ingar, sem stafar af því hvað hann er
einfaldur og sannur. Hann er að vísu
ljóðrænn í eðli sínu, en aldrei svo, að
það skyggi á sannleikann. Hann naut
þvi brátt almennrar viðurkenningar
og aðdáunar og er í dag talinn með
mestu mönnum sinnar þjóðar.
Áður en lengra er haldið, skal ég
geta helztu æviatriða hans.
Nicolae Grigorescu er fæddur 15.
maí 1838 í þorpinu Pritaru í Dambo-
vita-héraði. Foreldrar hans voru fá-
tækir smábændur, sem áttu sjö börn.
Faðirinn dó þegar Nicolae var aðeins
sex ára gamall. Hann ólst því upp við
harðrétti og fátækt, sem setti mót sitt
á drenginn fram eftir árum, en
skyggði þó aldrei á lífsgleði hans eða
trú á lífið eins og skýrt kemur fram í
verkum hans.
Móðir hans, sem var algjör öreigi,
fluttist til Búkarest, þar sem hún vann
baki brotnu frá morgni til kvölds til
að hafa ofan af fyrir börnum sínum.
Drengurinn Grigorescu fór snemma
að reyna að létta undir með móður
sinni. Tíu ára gamall var hann settur
til náms hjá helgimyndamálara. —
Á þeim árum var list Rúmena svipað
farið og hjá okkur um síðustu alda-
mót: tilraunir höfðu verið gerðar við
andlitsmyndir og lýsingu bóka, en
46