Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR anna. Þeir voru allir miklu eldri en Grigorescu, en tóku þó þessum unga listamanni sem jafningja. Enda höfðu þeir allir svipaða afstöðu til lífsins og listarinnar, unnu úti undir berum himni og máluðu náttúruna og lífið í kringum sig, en á kvöldin hittust þeir og skeggræddu um viðfangsefni listar sinnar. Þar fann Grigorescu loksins það, sem hann hafði verið að leita að. Nú fór Grigorescu heim aftur og bauð þá menntamálaráðuneytinu þjónustu sína, en hvorki þá né síðar þurfti það háa ráðuneyti á starfskröft- um hans að halda. En það var um þessar mundir, sem Theodor Aman, annar góður listamaður (f. 1831.), var að stofna akademíið í Búkarest. — Á heimleiðinni ferðaðist Grigor- escu í gegnum Galisíu og komst þá í kynni við hina örsnauðu Gyðinga, sem þar bjuggu og hafði það djúptæk áhrif á hann. Hann gerði af þeim fjölda hraðmvnda (,,skissur“) og málverka þar sem hann lýsir vel þess- um hrjáða Ivð. Um haustið hvarf hann svo aftur til Barbizon og dvaldi þar enn í þriú ár. Og nú fór hann að verða vel þekktur í Frakklandi og meðal annars sýndi hann sjö myndir á alþjóða sýningunni í París 1867. Snemma vors það sama ár fór hann aftur heim til Rúmeníu og ferðaðist þá um fegurstu héröð landsins og málaði mikið, bæði landslagið, en einkum hinar fögru sveitastúlkur í skrautlegum þjóðbúningum sínum. Um haustið fór hann enn til Frakk- lands, en settist þá ekki að í Barbizon heldur í Marlotte. Ástæðan var sú, að hann hafði orðið ástfanginn af dótt- ur Millets, en fannst hann vera of fá- tækur og óverðugur til að biðja dótt- ur hins mikla meistara, svo að aum- ingja stúlkan fékk aldrei að vita hvernig ástatt var fyrir honum. Þetta er eina einkamálið, sem ég hef rekizt á í ævisögum Grigorescus. Auk landslagsins varð viðfangsefni hans stöðugt alþýðufólkið í sveitum, flökkulýður og hinir umkomulausu, og gildir það einu hvort hann er í Frakklandi eða Rúmeníu. í París varð Grigorescu meira og meira metinn í listaheiminum. 1868 tók hann þátt í sýningu listamann- anna frá Fontainbleau, og mynd hans af Sígúanastúlkunni var tekin á Salon de Paris. Árið eftir neyddist hann til að hverfa heim aftur vegna þess, að þá var stríðið á milli Frakka og Þjóð- verja að skella á. Það varð honum uppörvun að vinna heima aftur og 1870 sýndi hann í fyrsta skipti í Búkarest og nú á „Þriðju sýningu lifandi listamanna“. Um þessar mundir gaf hann sig tals- vert að andlitsmyndum, en áberandi er hvað pantaðar myndir eru miklu síður málaðar en alþýðufólkið og sjálfsmyndirnar. — Ég gat þess áðan, að ævisögur Grigorescus væru fáorð- ar um einkalíf hans, en ef við athug- um sjálfsmyndir hans, þá held ég að 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.