Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 63
W. B. LOCKWOOD Frá Vindum í Austur-Þýzkalandi W. B. Lockwood er háskólakennari í Birmingham. Hann hefur m. a. fengizt töluvert viS norræn mál og gefiS út kennslubók í færeysku, þá einu sem til er á ensku og hina beztu til þessa dags. — Þýð. JÓðerniskennd verður nú stöð- ugt öflugri meðal þjóðabrota er lifa innan um stærri þjóðir, og hvar- vetna tekur hún á sig sviplíkar mynd- ir: þjóðabrotin reyna að firra sig for- ræði öflugra granna og hefja sam- tímis þjóðmenningu sína og þjóð- tungu. Þessi átök eru venjulega næsta ójafn leikur, en þó hefur smáþjóðum stundum tekizt að heimta rétt sinn. Manni koma til dæmis íslendingar í hug, en nú eru þeir sjálfstætt og full- valda riki. Einnig hafa Færeyingar varið vel þjóðarréttindi sín, verndað og eflt þjóðareinkenni sín. Báðar þjóðirnar hafa í þessu haft stuðning af legu lands síns, en önnur þjóðabrot í Evrópu eru verr sett. Nær alls stað- ar skellur á þeim þungur straumur saméiningarstefnu við tröllaukinn granna, og þann veg missa slík þjóða- brot gjarnan fótanna bæði á Stóra- Bretlandi og Frakklandi. Sama var í Þýzkalandi þar til fyrir skömmu, því að eftir styrjöldina hefur verið horf- ið frá þvingunarstefnunni í Austur- Þýzkalandi. Ég á hér við Vindur í Austur-Þýzkalandi, en ég hef dvalizt með þeim um skeið til að kynna mér þetta. Vindur (öðru nafni Sorbar) eru slafnesk þjóð og byggja mýrótt lág- lent skógahérað suðaustur frá Berlín. Þeir eiga heima í þorpum umhverfis borgirnar Kottbus og Bautzen. Þeir eru náskyldir Tékkum og Pólverjum og voru eitt sinn nágrannar þeirra, en nú hafa þeir öldum saman verið al- gerlega einangraðir frá öllum öðrum Slöfum og umkringdir Þjóðverjum á allar hliðar. Á miðöldum voru Vind- ur voldug þjóð, en misstu sjálfstæði sitt í hendur þýzkra þjóðhöfðingja. Af því leiddi stöðuga forþýzkun sem nagaði utan úr þjóðinni, svo að leifar vindversku þjóðarinnar lentu innan í litlum hring. Af fyrsta manntalinu (1832) má sjá að fjöldi vindversku- 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.