Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 63
W. B. LOCKWOOD
Frá Vindum í Austur-Þýzkalandi
W. B. Lockwood er háskólakennari í Birmingham. Hann hefur m. a. fengizt
töluvert viS norræn mál og gefiS út kennslubók í færeysku, þá einu sem til
er á ensku og hina beztu til þessa dags. — Þýð.
JÓðerniskennd verður nú stöð-
ugt öflugri meðal þjóðabrota er
lifa innan um stærri þjóðir, og hvar-
vetna tekur hún á sig sviplíkar mynd-
ir: þjóðabrotin reyna að firra sig for-
ræði öflugra granna og hefja sam-
tímis þjóðmenningu sína og þjóð-
tungu. Þessi átök eru venjulega næsta
ójafn leikur, en þó hefur smáþjóðum
stundum tekizt að heimta rétt sinn.
Manni koma til dæmis íslendingar í
hug, en nú eru þeir sjálfstætt og full-
valda riki. Einnig hafa Færeyingar
varið vel þjóðarréttindi sín, verndað
og eflt þjóðareinkenni sín. Báðar
þjóðirnar hafa í þessu haft stuðning
af legu lands síns, en önnur þjóðabrot
í Evrópu eru verr sett. Nær alls stað-
ar skellur á þeim þungur straumur
saméiningarstefnu við tröllaukinn
granna, og þann veg missa slík þjóða-
brot gjarnan fótanna bæði á Stóra-
Bretlandi og Frakklandi. Sama var í
Þýzkalandi þar til fyrir skömmu, því
að eftir styrjöldina hefur verið horf-
ið frá þvingunarstefnunni í Austur-
Þýzkalandi. Ég á hér við Vindur í
Austur-Þýzkalandi, en ég hef dvalizt
með þeim um skeið til að kynna mér
þetta.
Vindur (öðru nafni Sorbar) eru
slafnesk þjóð og byggja mýrótt lág-
lent skógahérað suðaustur frá Berlín.
Þeir eiga heima í þorpum umhverfis
borgirnar Kottbus og Bautzen. Þeir
eru náskyldir Tékkum og Pólverjum
og voru eitt sinn nágrannar þeirra, en
nú hafa þeir öldum saman verið al-
gerlega einangraðir frá öllum öðrum
Slöfum og umkringdir Þjóðverjum á
allar hliðar. Á miðöldum voru Vind-
ur voldug þjóð, en misstu sjálfstæði
sitt í hendur þýzkra þjóðhöfðingja.
Af því leiddi stöðuga forþýzkun sem
nagaði utan úr þjóðinni, svo að leifar
vindversku þjóðarinnar lentu innan í
litlum hring. Af fyrsta manntalinu
(1832) má sjá að fjöldi vindversku-
53