Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR versku í æðri stærðfræði, líffræði og efnafræði, sögu og vindverskum bók- menntum. Aðrar bækur -eru á leið- inni, svo að eftir þrjú eða fjögur ár verða undirstöðubækur í öllum grein- um á vindversku. Ennfremur fá börn- in vindversku bækurnar til eignar, en í þýzkumælandi skólum verða nem- endurnir að skila bókunum aftur þeg- ar þeir eru búnir að nota þær! Stjórnarvöldin, eða að minnsta kosti sum þeirra, gera allt hvað þau geta til að draga börnin að vind- verskum skólum. Ef barn kemur frá vindversku heimili, er málið auðleyst, það fer af sjálfu sér í vindverskan skóla. En það eru mörg börn þýzku- mælandi foreldra í vindversku þorp- unum, og flest þeirra kunna að minnsta kosti nokkur vindversk orð, og foreldrar slíkra barna eru hvött — oft með árangri — til að senda börn sín í vindverskan skóla. Á þann hátt verða þau fyllilega mælandi á tvær tungur, þó að þau taki vindversku fram yfir þýzku, og þann veg hugsa menn sér að útiloka hættuna á að næsta vindversk kynslóð kasti þjóð- emi sínu og gerist þýzk. Ég sá fullskýr merki þess að þessi stefna er þegar tekin að bera ávöxt, og margir þýzkir foreldrar eru teknir að skilja að sá sem kann bæði málin er betur settur í þessum hluta Þýzkalands en sá sem ekki kann annað en þýzku. Af sex fyrstu börnunum sem luku námi í gagnfræðiskólanum í Kottbus, kom aðeins eitt frá alvindversku heimili. Auðvitað er þetta undantekning, en það sýnir að Vindur gera meira en halda velli í þessu efni. í fyrsta sinn á aldabili styrkja þeir nú menningar- arf þann sem þjóðinni er falinn í sér- stakri tungu. Ég heimsótti einnig vindverska kennaraskólann (æfingaskólann) og miðstöðina þar sem gæzlufólk barna- heimila er æft. Ekki þarf að taka fram að slíkar stofnanir voru óhugsandi áður. Þarna er dagblað og fjöldi tímarita fyrir börn og fullorðna, einnig trúar- bragðarit (bæði lútersk og katólsk). Bókmenntir á vindversku blómgast og þegar er til álitlegur fjöldi bóka á vindversku um sundurleitustu efni, allt milli sérrannsókna vísindamanna og létts kveðskapar. Allt er þetta styrkt af hinu opinbera og stendur sig vel í samkeppninni við þýzku ritin. Rit almenns efnis á vindversku sem ekki seljast upp á þremur árum eru sett á útsölu. Umferðarmerki og opinberar til- kynningar á almannafæri eru á báð- um málum í sveitaþorpunum og hið sama er að gerast í borgunum þar sem vindversk þjóðabrot eru. Annars eru Vindur flestir bændur og búa í þorp- um; það er ekki til nein alvindversk borg, því að þær borgir sem standa á vindverska svæðinu eru að verulegu leyti orðnar þýzkaðar. Þjóðerniskennd meðal Vinda hefur 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.