Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 67
FRÁ VINDUM í AUSTUR-ÞÝZKALANDI stórlega aukizt, og sýnir það berlega hversu djúpum rótum þjóðerni þeirra stendur. Þó eru margir Vindur sem ekki taka þátt í þessari hreyfingu al- mennings. Meðal þeirra eru andstæð- ingar stjórnarfarsins, svo og þeir sem halda að ef breyting kunni að verða á því, þá sé betra að hafa ekkert haft saman við núverandi stjórnarvöld að sælda. Fjölmörgum finnst enn fínna að nota þýzku en vindversku, og draga sig í hlé. Hvað snertir Þjóð- verja sjálfa á þessu svæði, eru meðal þeirra skiptar skoðanir á málinu. Eins og þegar hefur verið bent á, hafa margir þeirra fengizt til að senda börn sín í vindverska skóla, en aðrir eru ósveigjanlegir. Sumir hafa reynt að hindra að börnum þeirra sé kennd nokkur vindverska í skólanum — jafnvel þó að börnin hafi sjálf lært vindversku af félögum sínum. í einu stóru þorpi stofnuðu þýzkumælandi foreldrar félag „þýzkt hugsandi for- eldra“ til að sporna móti kennslu í vindversku í skólanum þar. Eitt barn- ið kom í skólann með læknisvottorð um að heilsa þess væri ekki nógu góð til að það gæti lært vindversku! Ég sá þess glögg merki hvarvetna að austur-þýzka stjórnin gerir allt sem í hennar valdi stendur til að vega móti herraþjóðarhugmyndunum sem um langan aldur hafa verið ræktaðar í Þjóðverjum. En kynþáttahleypidómar og prússneskur andi deyja því miður ekki út á einni nóttu. Margir Vindur bera enn minnimáttarkennd sökum þjóðernis síns, og margir vilja ekki tala vindversku, ef ókunnugir heyra til. Alla þessa erfiðleika og marga fleiri verður að sigra, en ríkisstjórnin styður vindverskar þjóðernishreyf- ingar styrkri og veitulli hendi, og þess vegna næst árangur jafnvel móti djúp- rættustu hleypidómum. Forystumenn Vinda sjálfra telja ástandið ekki eins gott að öllu leyti og það þyrfti að vera, en enginn getur efazt um að straumurinn hefur breytt um stefnu. Og hann hefur fullan svip þess að verða fljótlega þungur flaumur. Ég nefndi tölur um fjölda vind- verskumælandi manna á síðustu öld. Nú má vera lesandinn spyrji hversu margt fólk tali nú þessa tungu er sýn- ir svo athyglisverðan lífsþrótt. Því getur enginn svarað með vissu fyrr en niðurstöður fást af manntalinu sem nú er verið að gera. En fullyrða má að þó jafnvel þeir sem kunna mjög lítið séu taldir með, þá fari heildartal- an ekki fram úr 100 þúsundum. Þar með er þó ekki fullsögð sagan. Vind- verskt talmál skiptist í tvær aðalmál- lýzkur, nyrðri og syðri. Og á grunni þessara tveggja aðalmállýzkna hafa vaxið upp tvö mismunandi ritmál, sem eru hér um bil eins fjarlæg hvort öðru og norska og sænska. Þessi mál eru kölluð efri- og neðri-vindverska, og er mannfjöldi beggja svipaður. Þó að Vindur geti komizt fljótlega á lag með að skilja hina aðalmállýzkuna, 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.