Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeirra eru venjulega þröng sund; þangað hrekja sjómenn marsvína- torfur, sem þeir sækja á haf út. Þeir umkringja hvalina og gera atlögu frá tveim hliðum af mikilli harðfylgi. Það er ægilegt augnablik, þegar hval- urinn berst um í örvilnan og rótar upp sjónum. Sumir bátarnir brotna upp við klettana og aðra malar brim- aldan í spón á milli sín. En kraftur og baráttuhugur skepnunnar stenzt ekki til lengdar djörfung og leikni hval- veiðaranna. Skutullinn særir til ólífis, sjórinn litast rauður, og nú er aðeins eftir að gera að aflanum. Þegar ég hélt niður af fjallinu, lenti ég ofan í djúpan dal, og nú skildi ég, hvers vegna þessi eyjaklasi hét Fuglaeyjar. Ég var staddur í stóru fuglabúri. Yesalingarnir áttu sér einskis ills von, en jafnskjótt og ég hleypti af skoti, kváðu við þórdunur í eyðilegu gljúfrinu og þúsundir fugla flugu upp með æðisgengnum hávaða. Fuglar ótal tegunda strukust rétt við mig á fluginu, eins og þeir væru að forvitnast um, hvers konar furðu- skepna væri hér á ferð. Á tæpum klukkutíma hafði ég lagt að velli fjölskrúðugt fuglaval: heið- lóur, spóa, kríur og endur. Ég tróð þessari hljóðu hjörð niður í veiði- pokann minn, sem reyndist of lítill, svo að ég bjó mér til knýti úr klútn- um mínum. Þreyttur á þessum sláturstörfum, sem ollu mér þó nokkru samvizku- biti, hélt ég til Þórshafnar hlaðinn herfangi eins og rómvérskur sigur- vegari. Ég hafði lítinn hug á því að gista þröngan skipsklefa og sagði við sjálfan mig, að í framandi landi er kross og fáni eitt og hið sama. í þess- um hugleiðingum drap ég á dyr hjá kaþólsku trúboðsstöðinni, og herra Bauher, einn af prestunum, bauð mér inn fyrir. Auðvitað rakst ég þar á Englendingana þrjá, sem ætluðu til íslands að veiða, og kom það mér ekki á óvart. Siðareglur mótmælenda brjóta ekki í bág við notalegan nætur- stað, hverrar trúar sem gestgjafinn kann að vera; sem sagt, þeir höfðu lagt undir sig trúhoðsstöðina. „Það er rúm eftir handa yður,“ sagði blessaður presturinn, og þótt ég væri þess fullviss, að það væri rúmið hans sjálfs, lét ég það gott heita, því að svo sannarlega fyllist maður sjálfs- elsku á ferðalögum. Ég afhenti ráðskonunni fuglakippu mína, og á meðan við biðum eftir kvöldverði, fór séra Bauher með okk- ur til að horfa á þjóðdansa í húsi einu í Þórshöfn. Ásamt Englending- unum gengum við eftir þröngum göt- um, en í samanburði við þær urðu smugurnar í Miklagarði hreinustu breiðstræti. Húsin eru hlaðin úr grjóti og vallgróin, en sóleyjar vagga sér á þekjunum. Þiljurnar úr óhefl- uðum viði, hverfa á bak við raðir af 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.