Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þeirra eru venjulega þröng sund;
þangað hrekja sjómenn marsvína-
torfur, sem þeir sækja á haf út. Þeir
umkringja hvalina og gera atlögu frá
tveim hliðum af mikilli harðfylgi.
Það er ægilegt augnablik, þegar hval-
urinn berst um í örvilnan og rótar
upp sjónum. Sumir bátarnir brotna
upp við klettana og aðra malar brim-
aldan í spón á milli sín. En kraftur og
baráttuhugur skepnunnar stenzt ekki
til lengdar djörfung og leikni hval-
veiðaranna. Skutullinn særir til ólífis,
sjórinn litast rauður, og nú er aðeins
eftir að gera að aflanum.
Þegar ég hélt niður af fjallinu,
lenti ég ofan í djúpan dal, og nú skildi
ég, hvers vegna þessi eyjaklasi hét
Fuglaeyjar. Ég var staddur í stóru
fuglabúri. Yesalingarnir áttu sér
einskis ills von, en jafnskjótt og ég
hleypti af skoti, kváðu við þórdunur
í eyðilegu gljúfrinu og þúsundir fugla
flugu upp með æðisgengnum hávaða.
Fuglar ótal tegunda strukust rétt við
mig á fluginu, eins og þeir væru að
forvitnast um, hvers konar furðu-
skepna væri hér á ferð.
Á tæpum klukkutíma hafði ég lagt
að velli fjölskrúðugt fuglaval: heið-
lóur, spóa, kríur og endur. Ég tróð
þessari hljóðu hjörð niður í veiði-
pokann minn, sem reyndist of lítill,
svo að ég bjó mér til knýti úr klútn-
um mínum.
Þreyttur á þessum sláturstörfum,
sem ollu mér þó nokkru samvizku-
biti, hélt ég til Þórshafnar hlaðinn
herfangi eins og rómvérskur sigur-
vegari. Ég hafði lítinn hug á því að
gista þröngan skipsklefa og sagði við
sjálfan mig, að í framandi landi er
kross og fáni eitt og hið sama. í þess-
um hugleiðingum drap ég á dyr hjá
kaþólsku trúboðsstöðinni, og herra
Bauher, einn af prestunum, bauð mér
inn fyrir. Auðvitað rakst ég þar á
Englendingana þrjá, sem ætluðu til
íslands að veiða, og kom það mér
ekki á óvart. Siðareglur mótmælenda
brjóta ekki í bág við notalegan nætur-
stað, hverrar trúar sem gestgjafinn
kann að vera; sem sagt, þeir höfðu
lagt undir sig trúhoðsstöðina. „Það
er rúm eftir handa yður,“ sagði
blessaður presturinn, og þótt ég væri
þess fullviss, að það væri rúmið hans
sjálfs, lét ég það gott heita, því að
svo sannarlega fyllist maður sjálfs-
elsku á ferðalögum.
Ég afhenti ráðskonunni fuglakippu
mína, og á meðan við biðum eftir
kvöldverði, fór séra Bauher með okk-
ur til að horfa á þjóðdansa í húsi
einu í Þórshöfn. Ásamt Englending-
unum gengum við eftir þröngum göt-
um, en í samanburði við þær urðu
smugurnar í Miklagarði hreinustu
breiðstræti. Húsin eru hlaðin úr
grjóti og vallgróin, en sóleyjar vagga
sér á þekjunum. Þiljurnar úr óhefl-
uðum viði, hverfa á bak við raðir af
62