Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 73
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS alls kyns fiskum, sem hanga þarna til þerris yfir sumarið, og eru hafðir til manneldis á vetrum. Það er ennþá bjart, þótt liðið sé að miðnætti, svo að við getum virt fyrir okkur nokkra bæjarbúa, sem enn eru á ferli. Þetta eru meðalmenn á hæð, korpnir og kyrkingslegir með þreytu- svip. Flestir hafa stutt og uppbrett nef, þeir eru veðurbitnir með loðnar, framstæðar augabrýr, og úfinn skegg- kraga, sem endar í boga undir hök- unni eins og krókur á skauta. Föt þeirra eru öll sauðsvört eða dökkgræn með hnöppum úr horni. Þeir eru í stutttreyju með beinum kraga, háu vesti og buxum hnepptum fyrir neðan hné. Á höfðinu hafa þeir húfu úr brúnu, rauðröndóttu bómull- arefni, en á fótunum bera þeir ís- lenzka skó: það er skinnpjatla saum- uð saman á hæl og tá og bundin upp með ól. Konurnar eru viðlíka háar, en þreklegar og þéttvaxnar. Á höfðinu hafa þær ekki annað en hárið, mikið og vel hirt, oftast skipt fyrir miðju og slegið. Þær eru í skósíðum prjóna- buxum, stuttu ullarpilsi rétt niður fyrir hné, en tekið saman með breiðu belti, svo að mótar fyrir mjöðmun- um. Að ofan eru þær í ermalausri treyju, svo að berir, stæltir og vellag- aðir armarnir sjást. Af nærklæðnaði þeirra sjást aðeins stuttar skyrtuerm- ar, hnepptar um olnbogann, en nóg til þess að sýna, að þær eru í drifhvít- um nærfötum. Til að lífga upp þenn- an fremur fábreytta búning, bera þær til skrauts litskæran bómullarrenning, hnýttan framan á brjóstinu. Við höfðum staðnæmzt fyrir fram- an timburhús ögn reisulegra en hús- in í kring. Út úr því barst ferlegur há- vaði. Við innganginn sat kvenmaður á bekk og gætti dyra. Hver, sem inn kom, rétti henni einn eða tvo herta fiska, sem hún fleygði í tunnu við hliðina á sér. Þar eð okkur skorti þennan þjóðlega gjaldmiðil, greiddi hver um sig eitt danskt mark (40 sen- tímur), en við höfnuðum síldunum, sem við áttum að fá til baka. Þetta ör- læti borgaði sig eins og þið munuð fá að heyra. Inn úr herberginu, sem fyrst var komið í, lágu dyr inn í aðra skuggsýna kytru, og þaðan barst all- ur hávaðinn. Þótt við stæðum þarna í gættinni, sást ekki handaskil, en við heyrðum karla-, kvenna- og barna- raddir söngla í sífellu lag, sem festist í eyrum manns eins og slorþefur í nös- um. Þessu fylgdi mikið fótaspark og minnti hrynjandin mig á hið vinsæla lag ,,Luktirnar“. Hjáróma raddir kliðuðu í eyrum okkar, pils og treyju- löf strukust við okkur, en ekkert sást. Það dró niður í dansfólkinu annað veifið, eins og það væri að þrotum komið, en í því er maður hélt að allt væri búið, blossaði söngurinn og tranipið upp á ný af enn meiri ofsa; 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.