Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 73
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS
alls kyns fiskum, sem hanga þarna til
þerris yfir sumarið, og eru hafðir til
manneldis á vetrum.
Það er ennþá bjart, þótt liðið sé að
miðnætti, svo að við getum virt fyrir
okkur nokkra bæjarbúa, sem enn eru
á ferli. Þetta eru meðalmenn á hæð,
korpnir og kyrkingslegir með þreytu-
svip. Flestir hafa stutt og uppbrett
nef, þeir eru veðurbitnir með loðnar,
framstæðar augabrýr, og úfinn skegg-
kraga, sem endar í boga undir hök-
unni eins og krókur á skauta.
Föt þeirra eru öll sauðsvört eða
dökkgræn með hnöppum úr horni.
Þeir eru í stutttreyju með beinum
kraga, háu vesti og buxum hnepptum
fyrir neðan hné. Á höfðinu hafa þeir
húfu úr brúnu, rauðröndóttu bómull-
arefni, en á fótunum bera þeir ís-
lenzka skó: það er skinnpjatla saum-
uð saman á hæl og tá og bundin upp
með ól.
Konurnar eru viðlíka háar, en
þreklegar og þéttvaxnar. Á höfðinu
hafa þær ekki annað en hárið, mikið
og vel hirt, oftast skipt fyrir miðju
og slegið. Þær eru í skósíðum prjóna-
buxum, stuttu ullarpilsi rétt niður
fyrir hné, en tekið saman með breiðu
belti, svo að mótar fyrir mjöðmun-
um. Að ofan eru þær í ermalausri
treyju, svo að berir, stæltir og vellag-
aðir armarnir sjást. Af nærklæðnaði
þeirra sjást aðeins stuttar skyrtuerm-
ar, hnepptar um olnbogann, en nóg
til þess að sýna, að þær eru í drifhvít-
um nærfötum. Til að lífga upp þenn-
an fremur fábreytta búning, bera þær
til skrauts litskæran bómullarrenning,
hnýttan framan á brjóstinu.
Við höfðum staðnæmzt fyrir fram-
an timburhús ögn reisulegra en hús-
in í kring. Út úr því barst ferlegur há-
vaði. Við innganginn sat kvenmaður
á bekk og gætti dyra. Hver, sem inn
kom, rétti henni einn eða tvo herta
fiska, sem hún fleygði í tunnu við
hliðina á sér. Þar eð okkur skorti
þennan þjóðlega gjaldmiðil, greiddi
hver um sig eitt danskt mark (40 sen-
tímur), en við höfnuðum síldunum,
sem við áttum að fá til baka. Þetta ör-
læti borgaði sig eins og þið munuð fá
að heyra. Inn úr herberginu, sem
fyrst var komið í, lágu dyr inn í aðra
skuggsýna kytru, og þaðan barst all-
ur hávaðinn. Þótt við stæðum þarna
í gættinni, sást ekki handaskil, en við
heyrðum karla-, kvenna- og barna-
raddir söngla í sífellu lag, sem festist
í eyrum manns eins og slorþefur í nös-
um. Þessu fylgdi mikið fótaspark og
minnti hrynjandin mig á hið vinsæla
lag ,,Luktirnar“. Hjáróma raddir
kliðuðu í eyrum okkar, pils og treyju-
löf strukust við okkur, en ekkert sást.
Það dró niður í dansfólkinu annað
veifið, eins og það væri að þrotum
komið, en í því er maður hélt að allt
væri búið, blossaði söngurinn og
tranipið upp á ný af enn meiri ofsa;
63