Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þetta var hreinasta brjálæði. Mér lék áköf forvitni að sjá þátttakendur í þessum djöflagangi. Vegna hins ríf- lega aðgangseyris var danssalurinn nú lýstur okkur til heiðurs. Sú lýsing var raunar aðeins fólgin í því, að tveim kertum úr selspiki var stungið í vegg, en það var nóg til þess að við grilltum í það, sem fram fór. Stofan var á að gizka þrír sinnum fjórir metrar, og þarna voru rúmlega fimmtíu manns á hreyfingu. Dansinn hélt áfram, á meðan verið var að kveikja. Fólkið hélzt í hendur og myndaði hring úr óskyldustu mann- verum: konur leiða börn, og börn halda í hendur manna, sem á morgun ráðast á hvalinn í ríki hans. Það snýst í kringum ósýnilegan öxul og dansar polka eftir gömlum þjóðlögum. Svip- ur þess er raunalegur og svitinn bog- ar af alvarlegum andlitum. Maður gæti haldið, að þetta væri friðþæg- ingarsamkoma, en ekki skemmtun. Verði einhver dansarinn þess var, að hann hafi hægt á sér eða dregið hafi niðri í honum, stekkur hann skyndi- lega upp í loftið, stappar síðan í gólf- ið eins og hann ætli að brjóta það og rekur upp rokna öskur, en lognast út af aftur eftir nokkrar mínútur. Þetta minnti helzt á hinar háttbundnu óveð- urshrinur jafndægrastormsins. Þrátt fyrir þrengslin gátum við troðið okkur út í eitt hornið á þessu greni, og störðum gagnteknir á það, sem fram fór. Áður en varði, hafði hljóðfallið og lögin náð tökum á mér. Oðru hverju bættust nýir í hópinn, og ég vissi ekki fyrr en ég gekk eins og heillaður inn í hringinn, greip um höndina á tíu ára telpu eða dreng, ég gat ekki greint hvort heldur var, og rétti risavöxnum sjómanni hina. Ég ætlaði aðeins að fara einn hring, og eins og ég sagði var þetta enginn sal* ur, en nú var ég kominn í krappan dans, og það tók mig stundarfjórð- ung að komast alla leið með viðeig- andi hlykkjum og rykkjum. Menn fullyrtu, að þeir innfæddu gætu hald- ið svona áfram í tvo klukkutíma sam- fleytt! Þegar við komum heim til prests- ins, var setzt að fjölskrúðugu mat- borði; þarna voru framreiddir, auk fuglanna minna, sem höfðu tekið mjög ánægjulegum stakkaskiptum, ótal fisk- og kj ötréttir auk sætabrauðs og öllu þessu drekkt í portvíni og sherry. Það mætti ætla, að trúboð- arnir væru mestu sællífisseggir, en því fer fjarri. Þegar maður kynnist lífi fólksins þarna norður frá, verður hann snortinn við lilhugsunina um það, að á bak við rausnarlegar veít- ingar leynist oft margra mánaða, já, jafnvel margra ára sjálfsafneitun og sparneytni. Gestrisnin er þeim heilög skylda. Þegar gest ber að garði, og það er ekki fátítt, mætir augum hans hlaðið borð, en að loknum málsverði skyldi gesturinn hugleiða, að þegar hann er farinn, þá á gestgjafinn iðu- 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.