Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 75
Á FERÐ UM SVEITIR íSLANDS lega ekkert eftir nema vitneskju um að hafa gert skyldu sína og minningu um ánægjulega samfundi við mann, sem borgar stundum með gleymsk- unni einni saman. II Daginn eftir voru allir komnir um borð í Arcturus, og við lögðum upp í íslandsferðina. Áður en komið var út á rúmsjó, var siglt undir sæbörð- um hömrum, og í sumum þeirra eru dimmir og djúpir hellar, sem sjórinn fossar inn í með miklum gný. Þarna halda sig hópar af öndum, óhultar fyrir áreitni manna. Sjógangurinn óx því meir sem við fjarlægðumst Færeyjar. Eftir tveggja stunda siglingu hurfu síðustu fjalls- tindarnir í dimma þoku, sem grúfði sig yfir hafflötinn. Allt varð grátt nema hvítt löðrið á ölduföldunum og þúsundir máfa, sem þyrluðust um í sortanum eins og pappírssneplar, sem vindurinn feykir. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund hamfarir Norðurhafsins, þegar norðanvindurinn reitir það til reiði. Allt er ein grá mugga, þar sem fjall- háar öldur rísa og falla, dökkar eins og himinninn uppi yfir þeim. Það er líkast því sem þær gretti sig háðslega framan í sjómennina, sem voga að gefa sig þeim á vald. Til að missa ekki af þessum stórfenglega sjónleik skorðaði ég mig við reykháf skips- ins. Stormurinn óx, Arcturus stakk sér í öldurnar eins og höfrungur og von bráðar neyddist ég til að hörfa niður í káetuna mína, þar sem ég barðist um eins og rotta í gildru næstu þrjátíu klukkustundirnar. Þegar næst var stætt í brúnni, vor- um við staddir í hvalatorfu. Veðrið hafði heldur lægt síðustu dægrin, og hafrótið minnkaði því nær sem dró landi. Allt umhverfis skipið þeyttust þriggja til fjögurra metra háar vatns- súlur í loft upp af feikna krafti; þær hnigu í fjaðurmynduðum sveig og skildu eftir mjóan gufustrók. Þar eð hvalurinn verður að koma upp á yfir- borðið til að anda, er hægt að fylgj- ast með ferðum hans af blæstrinum. Stöku sólargeisli gægðist út úr skýja- rofi og glampaði á haffletinum. Hval- irnir halda sig líka helzt á þessum silfurrákum, og stundum má sjá regn- boga í allri sinni dýrð speglast í þess- um vatnssúlum, svo að Parísarbúa finnst hann vera staddur í Versölum einn daginn, þegar allir gosbrunnar eru í gangi. Þegar við höfðum verið samflota þessum kynlegu ferðafélögum í tvo daga, sáum við að kvöldi síðari dags- ins rísa beint fyrir framan okkur volduga snjóhvelfingu, sem sýndist vega salt á skýjunum. Þetta var Ör- æfajökull, hæsta fjall á íslandi. Hann vísar sjómönnunum veginn að Suð- austurströnd eyjarinnar langt úr fjarska. tímarit máls oc menningar 65 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.