Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 75
Á FERÐ UM SVEITIR íSLANDS
lega ekkert eftir nema vitneskju um
að hafa gert skyldu sína og minningu
um ánægjulega samfundi við mann,
sem borgar stundum með gleymsk-
unni einni saman.
II
Daginn eftir voru allir komnir um
borð í Arcturus, og við lögðum upp
í íslandsferðina. Áður en komið var
út á rúmsjó, var siglt undir sæbörð-
um hömrum, og í sumum þeirra eru
dimmir og djúpir hellar, sem sjórinn
fossar inn í með miklum gný. Þarna
halda sig hópar af öndum, óhultar
fyrir áreitni manna.
Sjógangurinn óx því meir sem við
fjarlægðumst Færeyjar. Eftir tveggja
stunda siglingu hurfu síðustu fjalls-
tindarnir í dimma þoku, sem grúfði
sig yfir hafflötinn. Allt varð grátt
nema hvítt löðrið á ölduföldunum og
þúsundir máfa, sem þyrluðust um í
sortanum eins og pappírssneplar, sem
vindurinn feykir.
Það er erfitt að gera sér í hugar-
lund hamfarir Norðurhafsins, þegar
norðanvindurinn reitir það til reiði.
Allt er ein grá mugga, þar sem fjall-
háar öldur rísa og falla, dökkar eins
og himinninn uppi yfir þeim. Það er
líkast því sem þær gretti sig háðslega
framan í sjómennina, sem voga að
gefa sig þeim á vald. Til að missa
ekki af þessum stórfenglega sjónleik
skorðaði ég mig við reykháf skips-
ins. Stormurinn óx, Arcturus stakk
sér í öldurnar eins og höfrungur og
von bráðar neyddist ég til að hörfa
niður í káetuna mína, þar sem ég
barðist um eins og rotta í gildru
næstu þrjátíu klukkustundirnar.
Þegar næst var stætt í brúnni, vor-
um við staddir í hvalatorfu. Veðrið
hafði heldur lægt síðustu dægrin, og
hafrótið minnkaði því nær sem dró
landi. Allt umhverfis skipið þeyttust
þriggja til fjögurra metra háar vatns-
súlur í loft upp af feikna krafti; þær
hnigu í fjaðurmynduðum sveig og
skildu eftir mjóan gufustrók. Þar eð
hvalurinn verður að koma upp á yfir-
borðið til að anda, er hægt að fylgj-
ast með ferðum hans af blæstrinum.
Stöku sólargeisli gægðist út úr skýja-
rofi og glampaði á haffletinum. Hval-
irnir halda sig líka helzt á þessum
silfurrákum, og stundum má sjá regn-
boga í allri sinni dýrð speglast í þess-
um vatnssúlum, svo að Parísarbúa
finnst hann vera staddur í Versölum
einn daginn, þegar allir gosbrunnar
eru í gangi.
Þegar við höfðum verið samflota
þessum kynlegu ferðafélögum í tvo
daga, sáum við að kvöldi síðari dags-
ins rísa beint fyrir framan okkur
volduga snjóhvelfingu, sem sýndist
vega salt á skýjunum. Þetta var Ör-
æfajökull, hæsta fjall á íslandi. Hann
vísar sjómönnunum veginn að Suð-
austurströnd eyjarinnar langt úr
fjarska.
tímarit máls oc menningar
65
5