Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Reykjavíkurhöjn; myndin gerð af Jules Noel ejtir uppdrœtti höjundar. Alla nóttina sigldum við meðfram strandlengjunni í kyrrð, sem ekkert rauf nema skröltið í skipsvélinni. Hafið lá eins og spegill, líkt og það hvíldist uppgefið eftir undangengnar hamfarir. Á hægri hönd blasa við kulnaðir eldgígir og lengra upp í landinu sjáum við snæviþakinn tind Heklu, en Vestmannaeyjar eru á vinstri hönd .. . (Hér er sleppt úr sögninni um Ingólf og Hjörleif og hugleiðingum um landnám Islands). Við komum í höfn um hádegisbil daginn eftir, og ég verð að játa, að það var hrífandi sjón, að sjá hið glæsilega franska varðskip Pandora skarta með rám og reiða á öldum Faxaflóa. M. Favin-Lévéque skip- stjóri og yfirmaður íslands-flotans, tók á móti mér og kynnti mig fyrir yfirmönnunum, sem virtust steinhissa á því að hitta landa sinn á þessari breiddargráðu. Það var eins og ég hefði dottið niður úr tunglinu. Skip- anir voru gefnar, og að stundu lið- inni var einn hásetinn búinn að koma bókum mínum fyrir í skáp í káetunni og fötunum niður í kommóðu; í stuttu máli: ég var kominn til Frakk- lands. Áður en við snúum okkur að fólki, skulum við athuga hlutina ofurlítið og landið, sem við vorum að koma til. Fyrst varð ég fyrir vonbrigðum. Hingað til hafði ég gert mér dapur- legar og ömurlegar hugmyndir um ísland, en nú fannst mér það næstum hýrlegt ásýndar. Þegar maður rennir augunum yfir jökla og gróðurlaus fjöll, opnast grösugir dalir upp af lág- 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.