Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um, svartir hrafnar krúnkuðu saman á svölunum, og eina hljóðið, sem eyru mín námu, voru hin raunalegu sólsetursljóð lóunnar, sem minntu draumlyndan ferðalang á Angelus heima í litlu þorpskirkjunni. — [Þeir ríða niður að prestsetrinu, og fyrir utan kirkjuna hitta þeir mann með tófuskinnshúfu, sem fer strax að hjálpa til að spretta af hestunum.] — Þetta var prestur staðarins. Hann kastaði á mig kveðju, en hélt áfram við starf sitt og fór að öllu eins og hver annar gestgjafi við framandi mann. Ég hagaði mér og samkvæmt því, enda var mér kunnugt um, að á Þingvöllum væri seldur greiði fyrir spesíu (6 franka) á dag, þar með talinn silungur, mjólk og kaffi, auk beitar fyrir hestana og kirkjugólf til að sofa á. Þegar ég svipaðist um eftir bústað prestsins, sá ég fyrst kirkjugarð þak- inn grænum þúfum, sem sýna, hve margir hvíla á þessum friðsæla stað. Skammt þaðan eru stærri þúfur, en þær eru ekki leiði, heldur mannabú- staður. Bærinn og grafreiturinn eru með sama svip, eini munur á aðsetri lifenda og dauðra er stærðin á þúf- unum og móreykur, sem stígur upp úr grassverðinum. Nú var mál að hugsa um kvöld- verðinn; klukkan var langt gengin í ellefu. Á kirkjugarðsveggnum hékk nýveiddur lax, og gaf ég fylgdar- manni bendingu um, að mig langaði í þennan fisk. Ég skaut rjúpu og lóu um daginn og átti því ljúffenga mál- tíð í vændum án þess að snerta nest- ið. Meðan þetta var matreitt inni í bænum, fór ég með koffort inn í kirkju, breiddi á það handklæði og raðaði mataráhöldum eftir listarinn- ar reglum. Ég sótti brauð og vín, og þegar félagi minn kom með soðinn lax og fuglana steikta í þráu smjöri, varð úr þessu stórkostlegt veizlu- borð! Klerkur hafði dregið sig í hlé, en birtist nú og upphóf samtal á latínu með gamla ávarpinu: Bona dies! og ég svaraði með Salve, pater, og bauð honum að setjast gegnt mér. Hann þáði glas af víni, en samræðurnar gengu stirðlega á máli Ciceros. Mér tókst þó með þessu móti að koma fyrirmælum til leiðsögumannsins vegna morgundagsins, og það varð- aði mestu. Litlu seinna fór prestur að sækja kaffið. Úti var þykkt loft, regnið buldi á kirkjurúðunum, og ég neydd- ist til að kveikja á kerti til að losna við bræluna af selslýsi, sem íslend- ingar brenna á kolum sínum. Ég var setztur út í horn, er ég heyrði þrammað á þungum stígvél- um inn eftir kirkjugólfinu og grillti í hávaxna veru sveipaða síðri, brúnni kápu. Ég var í þungum þönkum út af morgundeginum og hélt fyrst, að þetta væri guðsmaðurinn að koma 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.