Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að erfitt er að ríða um hann. Á Brú- ará fara þeir yfir mjóa, 150 feta langa trébrú, þá einu á landinu, að því er höf. segir. Klukkan er þá tíu um kvöldið, og nú taka við seinfarnar mýrar, unz komið er að bæ, sem stendur uppi á hól. Þar er guðað á glugga og fenginn annar leiðsögu- maður. Sá var klæddur aðskornu prjónlesi frá hvirfli til ilja, og sýndist ótrúlega langur í rökkrinu. Hann snarast á bak, og höf. finnst hann ímynd Don Quixotes, án brynju! Hann fylgir þeim yfir hverasvæðið niður að Geysi, „þar sem jörðin sýð- ur og vellur, megn fúleggjalykt fyllir vit ferðamannsins og heitir gufu- mekkir þyrlast framan í hann.“ Don Quixote skilur þá eftir í þessari „efna- rannsóknastofu kölska“, og þeir fé- lagar slá tjöldum milli Geysis og Strokks. Nougaret getur lítið sofið fyrir drunum og hvissi og er sífellt að stökkva út úr tjaldinu; hann seg- ist hafa horft á fjórtán smágos, áður en svefninn sigraði hann. Hér er sleppt úr vísindalegum skýr- ingum og lýsingu á Geysi og Strokk, sem höf. skemmtir sér við að erta með torfusneplum, og gýs hann þá í 70—80 feta hæð. En gamli Geysir lætur ekki að sér hæða. Þeir félagar dvelja þarna í fimm daga án þess að sjá gos. Nougaret sýður baunir sínar og kartöflur í hverunum og unir hag sínum vel, en fylgdarmaðurinn er honum til skapraunar og ríður loks sína leið með tvo hesta. Frakkinn vcrður í fyrstu magnþrota af reiði. Hann treystir sér vel til að rata eftir kortinu, en örðugra sé að setja einn upp á hestana. Þegar hann situr þarna gráti nær, að því kominn að gefast upp við frekari ferð um sveitir þessa furðulega lands og snúa aftur til Reykjavíkur, tekur jörðin allt í einu að titra og Geysir sendir frá sér tíu feta gusu, en gýs síðan allt upp í 120 fet. Nougaret horfir hugfanginn á volduga vatnssúlu glitra í geislum kvöldsólarinnar, og honum finnst þetta dásamlega fyrirbæri vera sett á svið sér einum til hughreystingar. Hann fyllist kjarki að nýju, setur upp á klárana og söðlar hest sinn. Klukk- an er orðin átta að kvöldi og ekki um annað að gera en leita náttstaðar hjá presti, sem skilji latínu, og biðja hann að útvega sér fylgdarmann. Hann afræður að halda niður með Tungufljóti í áttina að Torfastöð- um.] V Ég reið fram með ánni fyrst í stað, en lenti í keldum, og neyddist til að snúa við. Til að forðast slíka farar- tálma ákvað ég að ríða eftir hæða- drögunum. Blessaðir hestarnir virt- ust skilja vandræði mín til fulls, og í stað þess að nota sér þau, komu þeir mér til hjálpar. Þegar ég var bú- inn að gefa þeim áttina nokkurn veg- 72
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.