Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að erfitt er að ríða um hann. Á Brú-
ará fara þeir yfir mjóa, 150 feta langa
trébrú, þá einu á landinu, að því er
höf. segir. Klukkan er þá tíu um
kvöldið, og nú taka við seinfarnar
mýrar, unz komið er að bæ, sem
stendur uppi á hól. Þar er guðað á
glugga og fenginn annar leiðsögu-
maður. Sá var klæddur aðskornu
prjónlesi frá hvirfli til ilja, og sýndist
ótrúlega langur í rökkrinu. Hann
snarast á bak, og höf. finnst hann
ímynd Don Quixotes, án brynju!
Hann fylgir þeim yfir hverasvæðið
niður að Geysi, „þar sem jörðin sýð-
ur og vellur, megn fúleggjalykt fyllir
vit ferðamannsins og heitir gufu-
mekkir þyrlast framan í hann.“ Don
Quixote skilur þá eftir í þessari „efna-
rannsóknastofu kölska“, og þeir fé-
lagar slá tjöldum milli Geysis og
Strokks. Nougaret getur lítið sofið
fyrir drunum og hvissi og er sífellt
að stökkva út úr tjaldinu; hann seg-
ist hafa horft á fjórtán smágos, áður
en svefninn sigraði hann.
Hér er sleppt úr vísindalegum skýr-
ingum og lýsingu á Geysi og Strokk,
sem höf. skemmtir sér við að erta
með torfusneplum, og gýs hann þá í
70—80 feta hæð. En gamli Geysir
lætur ekki að sér hæða. Þeir félagar
dvelja þarna í fimm daga án þess að
sjá gos. Nougaret sýður baunir sínar
og kartöflur í hverunum og unir hag
sínum vel, en fylgdarmaðurinn er
honum til skapraunar og ríður loks
sína leið með tvo hesta. Frakkinn
vcrður í fyrstu magnþrota af reiði.
Hann treystir sér vel til að rata eftir
kortinu, en örðugra sé að setja einn
upp á hestana. Þegar hann situr þarna
gráti nær, að því kominn að gefast
upp við frekari ferð um sveitir þessa
furðulega lands og snúa aftur til
Reykjavíkur, tekur jörðin allt í einu
að titra og Geysir sendir frá sér tíu
feta gusu, en gýs síðan allt upp í 120
fet. Nougaret horfir hugfanginn á
volduga vatnssúlu glitra í geislum
kvöldsólarinnar, og honum finnst
þetta dásamlega fyrirbæri vera sett á
svið sér einum til hughreystingar.
Hann fyllist kjarki að nýju, setur upp
á klárana og söðlar hest sinn. Klukk-
an er orðin átta að kvöldi og ekki
um annað að gera en leita náttstaðar
hjá presti, sem skilji latínu, og biðja
hann að útvega sér fylgdarmann.
Hann afræður að halda niður með
Tungufljóti í áttina að Torfastöð-
um.]
V
Ég reið fram með ánni fyrst í stað,
en lenti í keldum, og neyddist til að
snúa við. Til að forðast slíka farar-
tálma ákvað ég að ríða eftir hæða-
drögunum. Blessaðir hestarnir virt-
ust skilja vandræði mín til fulls, og
í stað þess að nota sér þau, komu
þeir mér til hjálpar. Þegar ég var bú-
inn að gefa þeim áttina nokkurn veg-
72