Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 83
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS inn, komu þeir í stað leiðsögumanns- ins, og sýndu meiri gáfur en hann hafði nokkru sinni gert. Þeir hlupu bara á undan mér, svo að ég þurfti ekki annað en að halda í humátt á eftir þeim; aldrei fóru þeir út af þess- um ímyndaða vegi til þess að bíta. Það var ekki fyrr en við komum til byggða, að þeir stönzuðu af sjálfs- dáðum og fóru að bíta, af því að þeir vita, að Islendingar koma við á hverjum bæ. Eftir hálfs annars tíma reið námu hestarnir því skyndilega staðar og fengu sér hressingu hinir rólegustu, eins og þeir vildu segja: „Farið að dæmi okkar.“ Staðurinn virtist auður og yfirgefinn, en sveita- bæirnir íslenzku eru oft umluktir sandauðn, svo að ferðamenn kornast hávaðalaust heim á hlað, ef einn eða fleiri hundar verða ekki til þess að boða komu þeirra með æðisgengnu gelti ofan af torfþökunum. Án þess að fara af baki reið ég í kring um nokkra húskofa í leit að inngangi. í sama bili birtist ung kona í dyragætt, en fyrir innan hljóðaði barnungi af öllum lífs og sálarkröft- um. Bóndinn var sennilega að heim- an við sjóróðra á einhverjum firðin- um. Vesalings konan virtist í fyrstu álíta ferðalanginn sem vakti upp vera landa sinn; hún starði á mig undr- andi, ef til vill hefi ég verið fyrsta sýnishom annarlegs kynþáttar, sem hún hafði augum litið. Engu að síður flýtti hún sér að inna af hendi gest- risnisskylduna; hún gekk til mín, breiddi út faðminn og heilsaði með kossi, sem ég endurgalt af heilum hug. Síðan bjóst hún til að taka beizlið af hestinum mínum í þeirri trú, að ég myndi ætla að biðjast gist- ingar, sökum þess hve áliðið var kvölds. Henni þótti auðsjáanlega miður, er ég gaf henni hið gagnstæða til kynna. Ég var þyrstur og sagði orðið melk, sem ég hafði lært. Hún hvarf inn fyrir og kom aftur að vörmu spori með fullan ask af mjólk. Fyrst dreypti hún á henni sjálf, og rétti mér síðan. Þegar ég hafði feng- ið nægju mína, tók hún við askinum og lauk úr honum. Á meðan dró ég nokkra danska peninga upp úr budd- unni, en er ég gerði mig líklegan til að rétta þá að henni, hörfaði hún aft- ur á bak og hrópaði: nei, tack! Loks hafði ég fundið hið sanna ísland, þar sem afkomendur hinna gömlu höfð- ingja halda fast við fornar venjur, þrátt fyrir erlend áhrif. Mér tókst samt á endanum að fá blessaða konuna til að þiggja af mér prjón með stórum glerhaus, greypt- um gylltum stjörnum. Hún kyssti mig fyrir, og ég reið greitt af stað og skildi hana eftir á hlaðinu. Heimsókn mín hefir eflaust orðið að dularfullu fyrirbæri í huga hennar, sem henni verður tíðrætt um, það sem hún á eftir ólifað. Tveir aðrir bæir urðu brátt á leið minni. Hestarnir stönzuðu eins og 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.