Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 85
Á FERÐ UM SVEITIR íSLANDS meðan hann bjó sig undir latínuna, og spurði síðan: Hver ert þú? Hvað- an kemur þú? — Ég svaraði á sömu tungu: Ég er Frakki, og bý um borð í herskipi á Reykjavíkurhöfn. Fyrir hálfum mánuði fór ég þaðan til Þing- valla og Geysis; þar kom fyrir mig óhapp, fylgdarmaður minn strauk frá mér, og nú á ég eftir að ganga á Heklu. Ég er því einn á ferð í þessu erfiða landi, með hestana sem þú sérð undir nauðsynlegum farangri. I vandræðum mínum leitaði ég uppi hús þín, kæri faðir, og ég treysti þér, sonum þínum, eða einhverju af þínu fólki til að útvega mér leiðsögumann, svo að ég megi halda áfram ferð minni. Þegar ég hafði þulið þessa rauna- rollu, hugsaði prestur sig um stundar- korn, en mælti síðan: Non intelligo te. Latínan, sem ég beitti fyrir mig, var ekkert afbragð, en ég held mér sé óhætt að segja, að kennari minn hefði verið sæmilega ánægður með hana; hún var einföld, og féll vel að efninu. Svo datt mér ráð í hug: ég endurtók þuluna á óvandaðri latínu en áður, og það hreif. Intelligo, svar- aði klerkur hinn ánægðasti, og upp frá þessu vissi ég upp á hár, hvers konar latína gilti á íslandi. Gamli ættarhöfðinginn breiddi út faðminn, og hér varð mikill fagnaðarfundur. Ég minntist innilega við alla fjöl- skylduna, og hún var mannmörg. Þetta hús var eins og Trójuhesturinn frægi, út úr því spratt stöðugt fleira og fleira fólk. Ég sá ekki handaskil; ég var svo niðursokkinn í sjálfa at- höfnina, að ég gat ekki horft í kring um mig; en varir mínar snertu ávalar kinnar, hrukkóttar kinnar og skeggj- aða vanga, angandi af neftóbaki eða súrri mjólk, því að ég varð að kyssa alla kóloníuna, allt frá öldungum nið- ur í ungbörn, sem skriðu á milli fót- anna á mér. Þegar umferðinni var lokið, báru ungir menn á þrítugsaldri, synir eða tengdasynir gamla mannsins, farang- ur minn inn í kirkjuna, en konur báru hins vegar út úr henni alls kyns dót. Það er sem sé algengt, að prestar noti kirkjurnar fyrir geymslu. Þegar ég var búinn að koma mér fyrir inni í kórnum, fór ég að útbúa kvöldverð. Bauð ég presti að borða með mér, hvað hann þáði af mikilli ljúfmennsku. Hitt fólkið hópaðist allt inn í kirkjuna, en settist eins og gefur að skilja handan við gráturnar, há- tíðlegt á svip, og fylgdist þaðan með öllum tilburðum mínum. Klerkurinn og ég sátum hvor and- spænis öðrum og mötuðumst og skröfuðum. „Ég finn áreiðanlega einhvern se- quens,“ (hann ætlaði að segja guide, en ég tel hitt orðið réttara, og mun því nota það) „en,“ bætti hann við, „þú getur ekki farið á morgun“. — „Það þætti mér miður; góða veðrið er á förum, og ég á langa leið 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.