Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
/
kirkjunni aS Torfastöðum; myndin gerð af V. Foulquier eftir uppdrœtti höf.
fyrir höndum. Hvers vegna get ég
ekki farið á morgun?“
— „I fyrsta lagi væri það engin
koma, og krakkarnir færu öll að
skæla, ef þú færir strax. í öðru lagi
ætla ég að gifta dóttur mína á morg-
un; hún er sú fjórtánda í röðinni og
nærvera ókunnugs manns hlýtur að
vera gæfumerki, svo að við sleppum
þér ekki.“i
Þetta sló öll vopn úr hendi mér. Ég
lét undan klerki með þeim mun meiri
háttvísi, sem ég átti ekki annars úr-
kosta.
Allir virtust hæst ánægðir yfir
þessum málalokum. Það var vissulega
orðið mjög framorðið, svo að ég
lagðist endilangur á æðardúnssæng-
ur, er menn höfðu breitt fyrir framan
altarið. Ut um litla gluggann sá ég
baldursbrár og fífla vagga sér á leið-
unum. Ég lauk við vindilinn minn,
klerkur bauð góða nótt og gekk út úr
kirkjunni með allan hópinn á eftir
sér. Ég sofnaði á augabragði.
En sú kyrrð, en sá friður! Aldrei
hefi ég notið hvíldarinnar jafninni-
lega og í þessu hrörlega guðshúsi við
hliðina á friðsæla sveitabænum, sem
forlögin vísuðu mér á og þar sem hin
ótrúlegustu ævintýr biðu mín.
Ég vaknaði ekki fyrr en löngu eftir
sólarupprás. Þegar ég leit út, sá ég
allt heimilisfólkið vera að raka niðri
1) Þetta er skáldskapur, því að engin gifting verður á Torfastöðum um þessar mundir.
Árið 1865 eru tvenn hjón vígð þar, önnur 30. júní, en hin 6. nóvember. Auk þess átti séra
Guðmundur einungis eina dóttur barna.
76