Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að geta mér til, hver úr hópi kvenn-
anna væri tilvonandi brúður, svo að
ég gæti skrýtt hana á viðeigandi hátt.
Ég innti prest nokkrum sinnum eftir
henni, en hann svaraði alltaf: Þú sérð
hana bráðum (mox videbis).
Nú var smalað saman fjölda hesta;
karlar og konur fundu hver sinn reið-
skjóta; unglingamir, sem ekkert áttu
reiðverið, riðu berbakt og valhopp-
uðu í einum fleng. Ég var hættur að
spyrja, og reið áfram annars hugar,
unz fylkingin nam staðar í mýrlendi
nokkru, eftir svo sem klukkustundar
reið. Þar upp á hæð óx dálítill skóg-
ur, og út úr honum kom ungur maður
um þrítugt og stúlka, á að gizka tutt-
ugu og fimm ára; þetta voru hjóna-
efnin.
Þegar ungt fólk á íslandi fellir
hugi saman, játa þau hvort öðru ást
sína, trúlofa sig í viðurvist fjölskyld-
unnar og búa saman upp frá því á bæ,
sem þeim er hjálpað til að reisa. Þau
eru lögleg hjón frammi fyrir guði og
mönnum. Blessun kirkjunnar hljóta
þau ekki, fyrr en von er á erfingja,
svo að hann megi verða skilgetinn.
Stundum kemur vanræksla í veg fyrir
að þessum formsatriðum sé hlýtt í
tæka tíð og verða þá prestarnir að
hagræða dagsetningum kirkjubók-
anna eftir því sem henta þykir.
Ég þurfti ekki annað en líta sem
snöggvast á brúðina til að sjá, að hér
þurfti að hafa hraðann á. Henni var
lyft í söðulinn með viðeigandi hátt-
vísi, og við snerum aftur til Torfa-
staða, en höguðum nú ferðinni í sam-
ræmi við hið interessanta ástand kon-
unnar.
Hjónavígslan hófst undir eins, sam-
kvæmt lútherskum sið, og ég man, að
þrátt fyrir virðuleikann, sem svara-
mannshlutverk mitt krafðist, þá stóð
ég með krosslagða arma á kirkjugólf-
inu og tottaði pípuna í gríð og erg til
að leyna furðu minni yfir svo óvenju-
legri brúði frá okkar hefðbundna
sjónarmiði séð.
En klerkur var vandanum vaxinn.
Hann hespaði giftinguna af í skyndi,
jafnvel prédikunina, og síðan var
setzt til borðs. Þarna var margs kon-
ar góðgæti, sem of langt yrði upp að
telja og ég rausnaðist til að sækja
brennivínsflösku, tvær flöskur af léttu
víni, franskbrauð og hálfa kúlu af
hollenzkum osti. í stuttu máli, við
héldum þarna dýrðlega Lucullusar-
hátíð, sem stóð yfir lengi dags.
Að lokinni máltíð var farið í ýmsa
sérkennilega leiki og þjóðlega
skemmtan, sem mér þykir leitt að
kunna engin deili á. Allir virtust
skemmta sér mæta vel, nema brúður-
in, sem ég gaf nánar gætur, vegna
þess, að hún var auðsjáanlega miður
sín. Um níu leytið neyddist hún til
að hverfa úr veizlunni. Ég sá, að kon-
an var alveg komin á steypirinn, og
reyndi að gera þeim skiljanlegt,
hversu óvarlegt það væri, að láta
hana fara ríðandi heim til sin, tíu
78