Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að geta mér til, hver úr hópi kvenn- anna væri tilvonandi brúður, svo að ég gæti skrýtt hana á viðeigandi hátt. Ég innti prest nokkrum sinnum eftir henni, en hann svaraði alltaf: Þú sérð hana bráðum (mox videbis). Nú var smalað saman fjölda hesta; karlar og konur fundu hver sinn reið- skjóta; unglingamir, sem ekkert áttu reiðverið, riðu berbakt og valhopp- uðu í einum fleng. Ég var hættur að spyrja, og reið áfram annars hugar, unz fylkingin nam staðar í mýrlendi nokkru, eftir svo sem klukkustundar reið. Þar upp á hæð óx dálítill skóg- ur, og út úr honum kom ungur maður um þrítugt og stúlka, á að gizka tutt- ugu og fimm ára; þetta voru hjóna- efnin. Þegar ungt fólk á íslandi fellir hugi saman, játa þau hvort öðru ást sína, trúlofa sig í viðurvist fjölskyld- unnar og búa saman upp frá því á bæ, sem þeim er hjálpað til að reisa. Þau eru lögleg hjón frammi fyrir guði og mönnum. Blessun kirkjunnar hljóta þau ekki, fyrr en von er á erfingja, svo að hann megi verða skilgetinn. Stundum kemur vanræksla í veg fyrir að þessum formsatriðum sé hlýtt í tæka tíð og verða þá prestarnir að hagræða dagsetningum kirkjubók- anna eftir því sem henta þykir. Ég þurfti ekki annað en líta sem snöggvast á brúðina til að sjá, að hér þurfti að hafa hraðann á. Henni var lyft í söðulinn með viðeigandi hátt- vísi, og við snerum aftur til Torfa- staða, en höguðum nú ferðinni í sam- ræmi við hið interessanta ástand kon- unnar. Hjónavígslan hófst undir eins, sam- kvæmt lútherskum sið, og ég man, að þrátt fyrir virðuleikann, sem svara- mannshlutverk mitt krafðist, þá stóð ég með krosslagða arma á kirkjugólf- inu og tottaði pípuna í gríð og erg til að leyna furðu minni yfir svo óvenju- legri brúði frá okkar hefðbundna sjónarmiði séð. En klerkur var vandanum vaxinn. Hann hespaði giftinguna af í skyndi, jafnvel prédikunina, og síðan var setzt til borðs. Þarna var margs kon- ar góðgæti, sem of langt yrði upp að telja og ég rausnaðist til að sækja brennivínsflösku, tvær flöskur af léttu víni, franskbrauð og hálfa kúlu af hollenzkum osti. í stuttu máli, við héldum þarna dýrðlega Lucullusar- hátíð, sem stóð yfir lengi dags. Að lokinni máltíð var farið í ýmsa sérkennilega leiki og þjóðlega skemmtan, sem mér þykir leitt að kunna engin deili á. Allir virtust skemmta sér mæta vel, nema brúður- in, sem ég gaf nánar gætur, vegna þess, að hún var auðsjáanlega miður sín. Um níu leytið neyddist hún til að hverfa úr veizlunni. Ég sá, að kon- an var alveg komin á steypirinn, og reyndi að gera þeim skiljanlegt, hversu óvarlegt það væri, að láta hana fara ríðandi heim til sin, tíu 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.