Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 91
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS
Hlýjar móttökur aS Þjórsárholti; myndin gerS af V. Foulquier ejtir uppdr. höj.
inn. Ættarhöfðinginn1 sækir hús-
bóndastólinn, skreyttan útskornunr
myndum af Óðni og Þór, tákn speki
og afls. Húsbóndanum einum er heim-
ilt að sitja í þessu öndvegi, og að fá
gestinum það til afnota þýðir sama
og segja: Þú ert húsbóndi hér.
í þessari lágreftu stofu voru stórar
dragkistur, er höfðu að geyma dýr-
gripi fjölskyldunnar — og hvílíkir
dýrgripir! Húsmóðirin kom undir
eins með lykla, er hún stakk í skrárn-
ar eins og hún vildi segja: vertu eins
og heima hjá þér, allt er þér heimilt.
Ég var í vandræðum með sjálfan
mig. Frá því ég kom inn úr dyrunum,
var stöðugt fullt af konum og krökk-
um kringum mig; mig langaði til að
fara úr bleytunni, en vissi ekki, hvern-
ig ég átti að koma því við. Til að
koma þeim í skilning um áform mitt,
tók ég þurr nærföt upp úr fatakistli
og fór úr stígvélunum, en þær hreyfðu
sig ekki. Þá reyndi ég að gera þeim
skiljanlegt með bendingum, að ég
væri gegnblautur og vildi hafa fata-
skipti. Loks rann upp fyrir þeim ljós,
en í stað þess að fara út, tóku þær til
að klæða mig úr hverri spjörinni af
annarri, unz ég stóð á nærbuxunum.
Þetta háttalag, svo gjörólíkt okkar
siðvenjum, kom mér fyrst í bobba.
Ungu stúlkurnar, sem tóku þátt í þess-
ari athöfn, voru frá fimmtán til tví-
1) Ura þessar mundir býr Guðraimdur Grimsson að Þjórsárholti og kona hans, Margrét
Þórðardóttir, hann 57 ára, en hún 51. Þar eru 8 manns í heimili.
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAII
81
6