Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 93
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS
annarri hliðinni. Hún var í erma-
lausri, rauðri treyju, hvítröndóttri.
Meðan ég teiknaði, sýndist mér fyrir-
sætan verða smáskrítin á svipinn,
(þið verðið að athuga, að þetta fólk
hefir aldrei séð heldri mann), og
þegar ég var búinn með höfuðið og
kom að hálsmálinu, varð hún enn
undirfurðulegri. Framan á brjóstinu
var dálítill borði og vildi ég sjá betur,
hvernig hann væri hnýttur. Gaf ég
stúlkunni því merki um að greiða
hann í sundur, en hún virtist mis-
skilja mig, því að í einu vetfangi reif
hún af sér slifsið. Ég flýtti mér að
gera henni skiljanlegt með nýjum
bendingum, að henni hefði skjátlazt,
en hrekkleysi stúlkunnar og vandræði
mín vöktu hjá mér hlátur, sem sjald-
an heyrist í þessu drungalega landi.
Börnin og konurnar hlógu mér til
samlætis, en svipur þeirra varð brátt
alvarlegur og undrandi, eins og þær
vildu segja: Að hverju er maðurinn
eiginlega að hlæja? ...
Þegar ég vaknaði morguninn eftir,
var ég þakinn öskuryki. Ég fór ekkert
út, og kynntist þess vegna íslenzku
heimilislífi allnáið. Það er ekki hægt
í svo stuttri frásögn að lýsa öllu því
furðulega, sem ég sá í þessum ein-
kennilegu neðanjarðarbyrgjum, sem
minna einna helzt á maurabú, að
undanskildum einstaka bæjum. Það
er skuggsýnt í þessum húsum, j afnvel
á sumrin, birtan fellur inn um lítinn
glugga eða Ijóra í þakinu, og vfir
hann er strengdur líknarbelgur í stað
glers.
Ég var búinn að dvelja fulla tvo
daga í Þjórsárholti, mig iðraði þess
ekki, en brottför mín mátti ekki drag-
ast lengur. Óveðrið geisaði stöðugt;
æðisgengnir stormsveipir þeyttu
rauðleitri ösku hátt upp í loftið, og
myndaði þétt ský, sem skyggði á sól-
ina. Fylgdarmaður minn gretti sig,
er ég bað hann að leggja á hestana
og búast til brottferðar. Það var sent
út á engjar eftir karlmönnunum, sem
virtust ekki sérlega áfjáðir í að ferja
yfir Þjórsá í þessu veðri, en þegar
þeir sáu, hve einbeittur ég var, bjugg-
ust þeir til að fylgja mér.
Þegar ég hafði kvatt eftir listarinn-
ar reglum, fór ég á bak, og við riðum
ofan hólinn niður að ánni. Þjórsá er
straumhörð og djúp og um það bil
140 m. breið við ferjustaðinn. Vind-
urinn öskraði og hvein og áin var
eins og ólgandi hafsjór í öskuþykkn-
inu. Þarna lá kringlótt kæna, sem
minnti á risaskjaldböku. Klyfjarnar
voru teknar af hestunum og látnar í
bátinn, og þeir síðan reknir út í ána.
Vesalings skepnurnar neituðu auð-
vitað að halda áfram, en mennirnir
tóku þá til að öskra og baða út öllum
öngum til að hræða hrossin, og Tou-
tou, hundur fylgdarmannsins, sem
var langtum vitrari en eigandinn,
gelti af öllum kröftum og beit þau í
hælana. Hestarnir lögðust til sunds,
en sneru við óttaslegnir og voru