Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sögnin heldur áfram, er höfundur kemur niður af fjallinu.] í hálfgerðri leiðslu rann ég niður hraunskriður og fannir, mér fannst ég svífa í loftinu, og undraðist, hve lengi við höfðum verið á leiðinni upp. Fylgdarmaður minn beið hjá hestunum, en sjálfur var hann illa á sig kominn. Þetta fólk eru hreinustu óvitar! Ég var svo ógætinn að skilja eftir rúml. pott af brennivíni í hnakk- tösku minni. Þetta hafði hann þamb- að, meðan hann beið og var orðinn augafullur. Hann vildi alltaf vera að faðma mig eða Selsundsbóndann,1 og er við höfnuðum blíðu hans, hékk hann fram á makka hestsins, unz hann stakkst á hausinn ofan í sand- inn. Við komum að Selsundi um níu- leytið. Húsfreyja reyndi að bæta fyr- ir viðtökurnar, sem hún veitti mér tveim dögum áður, (hún hafði heyrt, að Hekla færi að gjósa, og vildi ekki ljá mann sinn til fylgdar við Frakk- ann), en ég gaf henni ekki tækifæri til þess. Ég var allur með hugann við uppbúið rúm á Stóru-Völlum, stað- ráðinn í að vera þar um nóttina. Menn kepptust við að leggja á reið- skjótana, er höfðu hvílt sig vel í góð- um haga. Bóndinn í Selsundi fylgdi mér á leið ásamt vinnumanni sínum og nokkrum hundum. Þegar við kom- um að Haukadal, slóst hinn ágæti bóndi þar og tveir synir hans í för- ina. Hvert sinn er við komum að ein- hverjum bæ, kallaði aldursforseti heimilisins til förunauta minna og spurði, hver ég væri. Þegar þeir höfðu svarað: „Þetta er Franzmaður að koma ofan af Heklu,“ snöruðust einir þrír eða fjórir niður fyrir tún- garð, náðu sér í hross og slógust í för með okkur. Ég reið því í hlað á Stóru-Völlum með fríðu föruneyti, samtals 16 manns, tuttugu og tveimur hestum og óteljandi hundum. Fyrsta verk mitt var að leiða fylgdarmann minn fram fyrir prest, svo að hann fengi verðskuldaða áminningu. Klerkur gaf honum það ráð að hypja sig strax í háttinn. Þessi bær var eins og vin í eyði- mörku. Við fengum kjötsúpu til kvöldverðar, og til gamans lagði ég á borð með mér smávegis góðgæti, hveitibrauð og flösku af frönsku víni. Kona prestsins2 þjónaði okkur til borðs af stakri háttvísi. Hún var á að gizka þrjátíu og fimm ára, mjög vel til fara og einhver engilssvipur á and- litinu, er hún innti af hendi húsmóð- urskylduna með alúð og yndisþokka. 1) Þá býr Jón Jónsson í Selsundi, 48 ára, en Margrét Jónsdóttir, kona hans, er 45. í Haukadal býr Hannes Jónsson, 34 ára og Sigurbjörg Sigurðardóttir, jafnaldra hans. 2) Kona séra Guðmundar var Ingibjörg Jónsdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð Halldórssonar; þau áttu þrjú böm, sem komust upp, þ. á. m. Guðmund héraðslækni í Stykkishólmi. 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.